Fagnaði 80 árum og styrkti Ljósið

Mæðgurnar Hulda og Guðný voru glaðar í bragði þegar Hulda færði Ljósinu veglegan styrk í starfið

Í dag færði Hulda Petersen Ljósinu veglegan styrk í tilefni 80 ára afmælis síns síðastliðið haust,  en í stað þess að þiggja gjafir bað hún fólk um framlög til Ljóssins.

Með í för var dóttir Huldu, Guðný Þorsteinsdóttir, sem hefur í gegnum árin nýtt sér fræðslu og stuðning fyrir aðstandendur í Ljósinu. Þær mæðgur eru sammála um að mikilvægi Ljóssins sé mikið bæði fyrir þá sem greinast og aðstandendur þeirra.

Við þökkum þessum góðu mæðgum fyrir innlitið og Huldu fyrir þennan góða styrk.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.