Í dag færðu feðgarnir Ingvar Geir Guðbjörnsson og Hjörtur Már Ingvarsson Ljósinu glæsilegt þrekhjól til minningar um Margréti Björgu Sigurðardóttur. Margrét sótti endurhæfingu í Ljósið og vildi fjölskylda hennar minnast hennar með því að efla enn frekar líkamlega endurhæfingu. Hjólið er mjög þægilegt og býður upp á margskonar æfingarkerfi, en auk þess má ferðast um borgir Evrópu á skjánum á
„Ég hvet alla til að leita til Ljóssins sem hafa þörf fyrir það í endurhæfingarferlinu, jafnvel þó fólk komi ekki hingað strax. Eitt er stórkostlegt við þennan stað að þar er ekki til neikvæðni innandyra. Það er góður andi í Ljósinu og stórkostlegt sem búið er að gera þar. Sjálfur hafði ég heyrt af Ljósinu og kynnti mér starfssemina þegar
Kæru vinir sem sækið endurhæfingu og stuðning í Ljósinu, Í samræmi við hertar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem gilda frá og með 25. júlí til og með 13. ágúst þá höfum við í Ljósinu ákveðið að eftirfarandi reglur gilda hjá okkur: Fjarlægðarmörk er 1 metri milli fólks Grímuskylda er í Ljósinu en er þó metið í hverju afmörkuðu rými útfrá aðstæðum og
Í vikunni barst Ljósinu styrkur að fjárhæð 50.000 krónur til minningar um Þórunni Egilsdóttur, þingkonu. Minningarkorti er ánafnað eftirlifandi eiginmanni Þórunnar, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og börnum þeirra, þeim Kristjönu Louise, Guðmundi og Heklu Karen. Þórunn var virk í endurhæfingu í Ljósinu og mikil talskona starfseminnar: „Það hefur sannað sig og verið sýnt fram á að öll endurhæfing og allt það
Þau Arnfríður Jóhannsdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir og Gunnar Gunnarsson lögðu leið sína á Miðfell þann 13.júlí síðastliðinn til að afhenda Ernu Magnúsdóttir forstöðukonu Ljóssins styrk vegna Miðfellshlaupsins. Miðfellshlaupið sem fór fram 29.maí sl. heppnaðist einstaklega vel, eru þau virkilega ánægð með góða þáttöku og stolt af þessu skemmtilega hlaupi. Hlaupið var ræst bæði frá Flúðum og bænum Miðfelli sem eru einmitt
Ljósinu barst á dögunum óvæntur styrkur uppá 150.000 kr. Það var hún Vilborg Karlsdóttir sem kom færandi hendi fyrir hönd árgangs´64 frá Grunnskólanum á Akureyri. Er gjöfin til minningar um Margréti Björnsdóttir. Við hjá Ljósinu erum virkilega þakklát fyrir þetta fallega framtak og styrk sem mun nýtast vel í starfsemi Ljóssins. Hjartans þakkir.
Markmiðið með námskeiðinu er að leiðbeina þátttakendum í aðferðum til að efla sjálfan sig í andlegri þrautseigju (e. resilience) og að auka innri styrk með gagnreyndum (e. evidence based) aðferðum frá sálfræðinni. Rannsóknir hafa sýnt að hver sem er getur aukið andlega þrautseigju sína með því að læra ákveðna færni. Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri til þess að læra
Við viljum benda þjónustuþegum okkar að Ljósið kemur til með að loka fyrr á föstudögum í júlí. Nýr opnunartími er því frá kl 8:00 til 15:00 Opnunartími aðra daga helst óbreyttur og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest. Þið munið svo að það er alltaf heitt á könnunni, dásamlegur hádegismatur og jafnvel sól á pallinum.
Það eru svo margar fallegar stundir sem eiga sér stað hjá okkur í Ljósinu. Eitt af því sem hlýjar okkar hjartarótum hvað mest er auðvitað þegar við vitum að þjónustan sem við bjóðum upp á hafi nýst fólki í gegnum sitt ferli. Fyrr í vikunni kom hún Hanna Dóra Haraldsdóttir til okkar með veglegan þakklætisvott og meðfylgjandi bréf. Styrkur til
Í samstarfi við Hugleik Dagsson bjóðum við til sölu boli með teikningu sem byggir á reynslusögu ungra karlmanna sem greinst hafa með krabbamein. Hönnun og sala bolann tengist vitundarvakningunni Annað en þú heldur sem ætlað er að vekja athygli ungra karlmanna sem greinast með krabbamein á endurhæfingunni í Ljósinu. Öll upphæðin rennur til Ljóssins. Smelltu hér til að kaupa sótsvartan