Söfnuður og kvenfélag Bústaðakirkju komu færandi hendi

Við fengum til okkar góða gesti sem komu færandi hendi. Söfnuðurinn í Bústaðakirkju ásamt Kvenfélagi Bústaðakirkju færðu Ljósinu veglegan styrk.

Kirkjan stór fyrir tónleikaröð í Bleikum  október sem skilaði 100þúsund krónum í styrk til Ljóssins. Jafnframt ákvað Kvenfélag Bústaðakirkju að leggja til 300 þúsund krónur. Heildarupphæð nemur því 400 þúsund krónum.

Við sendum bestu þakkir fyrir þetta góða framlag, sem sannarlega nýtist vel í starfsemi Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.