Jólapeysudagurinn er á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag 15.desember ætlum við að vera á jólalegu nótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem heimsækja Ljósið að koma jólaleg í hús. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er ýmislegt hægt að gera  einfalt en gott í þeim málum. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella á sig rauðum og jólalegum varalit.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskrúða!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.