Við ætlum að eiga notalega jólastund í Ljósinu í hádeginu næstkomandi fimmtudag 15.desember. Klukkan 12:30 verður boðið upp á heitt kakó og smákökur. Við fáum til okkar góða gesti úr Blekfjelaginu sem lesa örsögur upp úr nýútkominni bók ritlistarnema við Háskóla Íslands. Létt og laggóð samvera á milli dagskrárliða í Ljósinu og hvetjum við ykkur til að mæta í jólalegum fatnaði eða með jólalega fylgihluti.
Sjáumst í jólaskapi á fimmtudag!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.