Fréttir

26
apr
2021

Færðu Ljósinu sígildar barnabækur til sölu

Í dag kom Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litrófs, í heimsókn til okkar á Langholtsveginn og afhenti Ljósinu sígildar barnabækur í kassavís. Bækurnar eru nú komnar í sölu á vefnum okkar í einum myndarlegum pakka á stórgóðu verði en öll upphæðin rennur til Ljóssins. Emma okkar tók á móti sendingunni með grímuklætt bros á vör.   Hans og Gréta, Stígvélaði

Lesa meira

26
apr
2021

Þjálfarar Ljóssins á ráðstefnu 3.-5. maí

Dagana 3. til 5. maí munu þjálfarar Ljóssins sækja ráðstefnu um krabbamein og falla því niður allir tímar í líkamlegri endurhæfingu, viðtöl og mælingar. Við hvetjum alla til að vera duglega að fá nýta sér myndbönd á heimasíðu Ljóssins og fá sér góða göngutúra.

11
apr
2021

Minni og einbeiting

Eftir Guðnýju Katrínu iðjuþjálfa   Vandamál með minni og einbeitingu eru algeng meðal þeirra sem eru í eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð. Fyrirbærið hefur gjarna verið kallað „chemo brain“, stundum heilaþoka á íslensku. Þessi vandi á þó ekki eingöngu við þá sem fara í krabbameinslyfjameðferð og er einnig talinn tengjast því álagi og streitu sem fylgir greiningu og meðferð krabbameins.  

Lesa meira

11
apr
2021

Ekki liggja andvaka

Eftir Ásthildi Margréti Gísladóttur sálfræðing   Flest fullorðið fólk þarf á milli sjö og níu klukkustunda svefn á nóttu. Þrátt fyrir að fólk hugi vel að svefnheilsu sinni er þó eðlilegt að eiga erfiðari nætur við og við þar sem ómögulegt virðist að festa svefn á kvöldin, fólk vaknar um miðja nótt og getur ekki sofnað aftur eða það vaknar

Lesa meira

11
apr
2021

Áhrif krabbameinsgreiningar á líkamsvitundina

Eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur iðjuþjálfa   Sumir upplifa trega og kvíða yfir líkamlegum breytingum vegna krabbameinsmeðferðar, eins og t.d. að missa hárið. Aðrir líta á að breyting á útliti muni ekki eða ættu ekki að hafa áhrif á líkamsvitund og sjálfsmynd þeirra. Síðar í ferlinu getur komið upp að útlits- og líkamlegar breytingar hafa áhrif á hvernig manneskjan hugsar og

Lesa meira

11
apr
2021

Garðrækt – gleði og gæðastundir

Eftir Hólmfríði Einarsdóttur nema í iðjuþjálfun Garðrækt getur bæði verið hagnýt iðja og tómstundagaman. Í aldanna raðir hefur hún verið hluti af búskap okkar mannanna en hana má einnig nýta til dægrastyttingar, til að fegra umhverfið og til að auka almenna vellíðan.   Ávinningur garðræktar hefur lengi verið þekktur og hafa rannsóknir sýnt að garðrækt hefur jákvæð áhrif á andlega

Lesa meira

9
apr
2021

Líkamleg endurhæfing opin samkvæmt stundarskrá

Kæru vinir, Við viljum vekja athygli á að líkamleg endurhæfing er opin samkvæmt stundarskrá. Salurinn er opinn, en eins og áður er nauðsynlegt að skrá sig áður. Við gætum ítrustu varúðar, og fylgjum að sjálfsögðu sóttvarnarreglum. Okkur hlakkar til að sjá ykkur, Kær kveðja, Þjálfarar Ljóssins    

8
apr
2021

Vefþjónn liggur niðri sem stendur

Kæru vinir, Tæknin er að stríða okkur og eru póstar nú ekki að berast í gegnum netföng miðstöðvarinnar né í gegnum vef. Unnið er að lagfæringu. Við biðjumst afsökunar á þessum óþægindum en bendum öllum þeim sem hafa ætlað að skrá sig í þjónustu rafrænt eða hafa hug á að senda minningarkort, að hægt er að hafa samband í síma

Lesa meira

6
apr
2021

Starfið í Ljósinu í næstu vikurnar

Kæru vinir, Endurhæfingin í Ljósinu heldur áfram en hertar reglur hafa þó örlítil áhrif. Við viljum minna á handþvott og sprittnotkun í húsi. Þetta á bæði við þegar komið er í hús og reglulega í gegnum tímann sem varið er í húsi. Grímur Það er áfram grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins. Handverk Handverkshópar halda áfram, en athugið að þörf er

Lesa meira

6
apr
2021

Námskeið í garnlitun

Hrund Pálmadóttir og Guðrún Ólafsdóttir ætla að leiðbeina í litun garns á tveggja skipta námskeiði sem fer fram föstudagana 9. og 16. apríl milli klukkan 10:00-14:00 Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta námskeið vegna fjöldatakmarkana og fer skráning fram í móttöku Ljóssins. Við vekjum athygli á að prjónahópurinn fellur niður þessa tvo föstudaga.