Fréttir

9
nóv
2021

Ungir karlmenn hittast í Ljósinu mánudaginn 15. nóvember

Mánudaginn 15. nóvember kl: 11.00 verður strákastund í Ljósinu. Við byrjum á að hittast í tækjasalnum og taka lyftingaæfingu undir leiðsögn þjálfara. Að æfingu lokinni verður sameiginlegur hádegisverður þar sem Haukur Guðmundsson kemur og hittir hópinn í  fræðslu, ráðgjöf og spjall Skráning fer fram í móttöku Ljóssins í síma: 561-3770 eða í tölvupósti: mottaka@ljosid.is Bestu kveðjur, Þjálfarar Ljóssins

8
nóv
2021

Kaldavatnslaust í Ljósinu miðvikudaginn 10. nóvember

Kæru vinir, Miðvikudaginn næstkomandi 10. nóvember verður kaldavatnslaust í Ljósinu frá kl: 9.30 – 13.30 Eldhúsið verður lokað, og því enginn hádegisverður Salerni verða einungis opin í byggingu líkamlegrar endurhæfingar Með fyrirfram þökk um góða samvinnu, Bestu kveðjur Starfsfólk Ljóssins

5
nóv
2021

Grímuskylda í Ljósinu

Kæru vinir, Frá og með mánudeginum 8.nóvember næstkomandi verður grímuskylda í Ljósinu. Einnig biðlum við til ykkar allra að huga vel að persónulegum sóttvörnum, spritta reglulega og halda meters fjarlægð. Við óskum ykkur góðrar helgar, og hlakkar til að sjá ykkur brosa á bakvið grímurnar á mánudag. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

3
nóv
2021

Hönnuðu kerti og seldu til styrktar Ljósinu

Fulltrúar frá Húsinu nýsköpunar og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði komu í heimsókn til okkar í Ljósið á dögunum. Þau mættu færandi hendi með ágóða af kertasölu sem fram fór í bleikum október ásamt eintökum af kertunum. Kertin eru mikil listasmíð sem þau hanna og framleiða af hjartans lyst og kostgæfni. Frábært framtak, og erum við hjá Ljósinu innilega

Lesa meira

2
nóv
2021

Basar á vegum Bergmáls í Ljósinu á föstudag

Föstudaginn 5. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinsgreindum. Heimsókn þeirra er liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Basarinn byrjar 9.30 og

Lesa meira

2
nóv
2021

Héldu tónleikaröð í október til styrktar Ljósinu

Bústaðarkirkja færði Ljósinu rausnarlegan styrk á dögunum. Söfnun fór fram á tónleikaröð hádegistónleika sem haldin var á bleikum október, og lögðu eftirtaldir listamenn verkefninu lið.   Kolbeinn Ketilsson söng við undirleik Jónasar Þóris Diddú og Örn Árnason sungu við undirleik Jónasar Þóris Gréta Hergils og Matthías Stefánsson sungu við undirleik Jónasar Þóris Kammerkór Bústaðarkirkju söng við undirleik Jónasar Þóris  

Lesa meira

1
nóv
2021

Ljósafossi frestað

Kæru vinir, Með heilsu okkar allra að leiðarljósi höfum við ákveðið að fresta Ljósafoss göngunni sem var á dagskrá hjá okkur 6. nóvember næstkomandi. Við látum þó ekki deigan síga, og stefnum ótrauð á að halda gönguna þegar færi gefst og faraldurinn í rénum. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

27
okt
2021

Við fögnum alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar

Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Eins og margir vita byggir endurhæfingin í Ljósinu á hugmyndafræði iðjuþjálfunar en í dag starfa 10 iðjuþjálfar í Ljósinu. Að sjálfsögðu fögnum við þessum mikla degi með kaffi og köku, en höfum að þessu tilefni einnig komið fyrir iðjukornum vítt og breitt í móttöku Ljóssins. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að njóta

Lesa meira

27
okt
2021

Ljósafoss niður Esjuhlíðar 6. nóvember

Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fer fram laugardaginn 6. nóvember næstkomandi. Þar mun stór hópur göngfólks ganga af stað klukkan 16:00 upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Björgunarsveitin Kjölur verður á staðnum. Í

Lesa meira

25
okt
2021

KVAN og Ljósið með námskeið fyrir unga aðstandendur

Ljósið í samstarfi við KVAN býður upp á námskeið fyrir 14-17 ára aðstandendur krabbameinsgreindra. Námskeiðið hefst 10. nóvember næstkomandi, fer fram milli 19:00 og 21:30 og er þrjú skipti. Á námskeiðinu geta þátttakendur fundið aukinn kraft, meira jafnvægi, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu. Þau geta orðið meðvitaðari um eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega og lært aðferðir til

Lesa meira