Margt var um manninn á Pallafjöri sem haldið var í dag, 14. júní. Vígð voru ný garðhúsgögn sem Ljósið fékk sem minningargjöf, boðið var upp á grillaðar pylsur, pastasalat og súkkulaðiköku. Fjölmennt var og frábær stemming á þessum dásamlega góðviðrisdegi. Smellið hér til að sjá smá myndband frá gleðinni.
Þriðjudaginn 14. júní ætlum við að efna til pallafjörs í Ljósinu. Vígð verða ný garðhúsgögn sem við fengum að gjöf og boðið verður upp á ljósamat, grillaðar pylsur og súkkulaðiköku. Hlökkum til að sjá ykkur öll – stóra sem smáa.
Við erum mjög ánægð að kynna TAI JI námskeið í Ljósinu – endurhæfingar – og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda 13. til -16. júní 2016 Giuseppe Urselli* kennir gleði Tai ji æfinganna og heimspekina á bakvið þær. Markmiðið er að kynnast gleði Tai ji heimspekinnar, þjálfun og hreyfa okkur í flæðinu á milli orku jarðar og himna til að öðlast meiri sveigjanleika
Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12.30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13.00. Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari. 15.júní – Breiðholtið Miðvikudaginn 15. júní verður gengið í kringum Efra-Breiðholtið. Mætum í Ljósið kl 12:30
Ný dagskrá fyrir maí/júní 2016 sjá hér
Við í Ljósinu ætlum að hjálpa þér til þess. Útihópur sem leggur áherslur á styrktaræfingar, skokk og hlaup fer af stað fimmtudaginn 28. apríl nk. kl 15:30 Við í Ljósinu yrðum afskaplega þakklát ef hópurinn myndi skrá sig inná hlaupastyrkur.is og hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni þann 20. ágúst nk., hvort sem það eru Ljósberar, aðstandendur, starfsfólk eða aðrir.
Yndislegt fyrir okkur öll sem stöndum að Ljósinu Verðlaunafé fyrir sjálf samfélagsverðlaunin er 1,2 milljónir króna.Tilnefningin var eftirfarandi: Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af
Kennsla í slökun miðvikudagana 30. mars og 6 apríl 2016 kl. 10:30 -12:00. – SKRÁNING Í SÍMA 5613770 Fyrri tími: Kennd verður róandi öndun og einföld slökunartækni Síðari tími: Kennd verður sjónsköpun. Í lok hvors tíma er hópslökun sem byggir á aðferðum dáleiðslu. Markmiðið er að þátttakendur læri aðferðir (róandi öndun og slökun) til að hafa áhrif á líðan sína. Um