Námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Þann 6. febrúar hefst nýtt námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein.  Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki, jafnvægi sitt í daglegu lífi, starfsfærni, vellíðan og von.

Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar, hugsanir, efla sjálfsmyndina, draga úr þreytu, auka jafnvægi í daglegri iðju, styrkja tilgang og von, huga að næringu og kynnast slökun og árvekni.

Frekari upplýsingar um námskeiðið, eins og leiðbeinendur, dagskrá, verð og fleira má finna með því að smella hér.

Skráning í síma 561-3770

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.