Góðir gestir í heimsókn

Ljósið bauð starfsfólki krabbameinsdeilda Landspítalans í heimsókn þriðjudaginn 14. febrúar sl.
Það er ánægjulegt að segja frá því að um 40 manns mættu og hlýddu á kynningar á starfsemi Ljóssins ásamt því að skoða húsakynnin og bragða á okkar gæðamat.
Landsspítalinn er stærsti samstarfsaðili Ljóssins og benda fólki á endurhæfinguna og stuðninginn sem hér fer fram.
Við þökkum öllum sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir skemmtilega stund.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.