Námskeið fyrir aðstandendur, börn 6-13 ára

Námskeið fyrir börn, 6 -13 ára hefst í Ljósinu 2. febrúar nk. kl. 16:30 og stendur til kl. 18.  Námskeiðið er fyrir börn og unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra. Börnin fá tækifæri til að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.  Frekari upplýsingar um leiðbeinendur, dagskrá og fleira má finna með því að smella hér.

Skráning er í síma 561-3770 eða með því að senda okkur tölvupóst með því að smella hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.