Fyrirlestur um núvitund

Þriðjudaginn 31. janúar ætlar Gunnar L. Friðriksson, núvitundarkennarinn okkar vera með fyrirlestur um kosti þess að stunda núvitund. Rannsóknir sýna að iðkun á núvitund (mindfulness) geti aukið andlega og líkamlega vellíðan, bætt athygli, minni og einbeitingu. Jafnframt getur það hjálpað við að minnka stress, þunglyndi, kvíða og svefnvandamál og auðveldað okkur að takast á við ákoranir og verkefni í lífinu.

Eftir fyrirlesturinn verður hægt að skrá sig á sex skipta núvitundarnámskeið sem haldið verður í Ljósinu sem byrjar 9. febrúar kl: 13.00 – 15.00

Fyrirlesturinn hefst kl. 13 og það eru allir velkomnir

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.