Fréttir

13
maí
2020

Handverk hefst að nýju

Starfsemi Ljóssins er hægt og rólega að komast af stað aftur eftir tímabundna lokun vegna Covid19. Nú er komið að því að bæta handverki í stundaskrá en byrjað verður á þremur dagskrárliðum: Prjónahópur Föstudaginn 15.maí hittist prjónahópurinn að nýju Tímasetning 10:00-14:00 Myndlist Miðvikudaginn 20.maí hefst byrjendanámskeiðið í myndlist Í boði verða tveir hópar: Annars vegar milli 9:00-12:00 og hins vegar

Lesa meira

12
maí
2020

Þú ert í raun sterkari en þú heldur

eftir Maríu Ólafsdóttur Kristófer Orri Svavarsson er 18 ára nemandi á félagsfræðibraut í Kvennaskólanum í Reykjavík. Kristófer er fróðleiksfús, finnst gaman að læra og komast að nýjum hlutum og ver því frítíma sínum oftast í lestur. Einnig hefur hann mjög gaman að stuttmyndagerð og í raun öll sem kemur að vinnslu myndefnis. „Ég hef búið sjálfur til nokkrar stiklur af

Lesa meira

11
maí
2020

Breyting á stundaskrá: Slökunarjóga og ganga

Hér í Ljósinu er staðan metin á hverjum degi og stundaskrá endurskoðuð vikulega með tilliti til reglna yfirvalda. Það gleður okkur ómælt að segja ykkur frá því að Arna jógakennari býður nú Ljósbera velkomna í slökunarjóga á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Frá og

Lesa meira

6
maí
2020

Stundaskrá – Maí 2020

Stundaskrá Ljóssins fyrir maí 2020 er nú tilbúin til niðurhals. Til að byrja með verður nauðsynlegt að bóka pláss í alla dagskrárliði. Hámarksfjöldi er takmarkaður og eru til að mynda ekki fleiri en 10 manns í göngum, 6 manns í þjálfun í tækjasal og 4 manns í þjálfun fyrir þær sem hafa nýlega gengist undir aðgerð á brjóstum. Að sjálfsögðu

Lesa meira

5
maí
2020

Tímar í nýjum tækjasal Ljóssins hefjast miðvikudaginn 6. maí

Frá og með miðvikudeginum 6.maí bjóðum við upp á tíma í nýjum tækjasal Ljóssins. Vegna skilyrða um tveggja metra fjarlægð verður hámarksfjöldi í hverjum tíma sjö manns nema annað sé tekið fram. Nokkrir tímar verða í boði dag hvern, en nauðsynlegt er að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Í boði verða eftirfarandi tímar: Opnir tímar fyrir alla Mánudaga til föstudaga

Lesa meira

4
maí
2020

Skammtíma sköpun – Vorið vaknar

ATHUGIÐ: VIÐ ERUM BYRJUÐ AÐ SKRÁ Á BIÐLISTA FYRIR NÆSTA NÁMSKEIÐ Námskeiðið Skammtíma sköpun: Vorið vaknar hefst í Ljósinu miðvikudaginn 6. maí. Um er að ræða glænýtt námskeið þar sem náttúru, sköpun, útivist, samveru og samtali er blandað saman á skemmtilegan máta. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að stíga út fyrir það hversdagslega með hjálp sköpunarkrafts náttúrunnar.

Lesa meira

3
maí
2020

Gönguhópar Ljóssins hefjast mánudaginn 4. maí

Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að fjölga göngum og kynnum nýtt fyrirkomulag á skráningu: Tvær göngur verða á dagskrá á hverjum degi inn í vorið. Í hverjum hópi verða 10 manns að hámarki. – Lengri ganga hefst klukkan 10:30 – Styttri ganga hefst klukkan 10:45. Gengið er frá bílaplani Ljósins Skráning og frekari upplýsingar má fá í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

30
apr
2020

Ljósið opnar aftur í litlum skrefum

Í samræmi við heimild heilbrigðisráðherra að fenginni tillögu Þórólfs sóttvarnarlæknis höfum við ákveðið að opna Ljósið í smáum skrefum frá og með 4. maí næstkomandi. Á meðan tveggja metra reglan er í gildi er húsið einungis opið þeim sem eiga bókaðan tíma hjá fagaðila. Í fyrstu verður boðið upp á eftirfarandi þjónustu: Einstaklingsviðtöl hjá iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, sálfræðiráðgjafa, markþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðing

Lesa meira

28
apr
2020

Aukin fjarheilbrigðisþjónusta hjá Ljósinu vegna Covid 19

Fjarheilbrigðisþjónusta nú í boði í Ljósinu. Á undanförnum vikum hefur Ljósið innleitt nýja fjarheilbrigðisþjónustu í gegnum forritið Kara Connect. Kara Connect býður upp á sérhæfðan hugbúnað fyrir aðila sem fást við viðkvæmar persónuupplýsingar eins og til dæmis heilbrigðisstofnanir en forritið er vottað af landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR). Fyrirkomulagið er einfalt en krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra óska eftir fjarfundi

Lesa meira

25
apr
2020

Þið glæðið Ljósið lífi – Skilaboð til Ljósbera

Elskulegu Ljósberar. Ljósið er 15 ára í ár.  Frá stofnun höfum við upplifað ótrúlega miklar breytingar. Við byrjuðum með hugsjón um að stofna litla endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda þar sem fyrsti fundurinn var haldinn heima í stofunni minni með áhugasömu fólki sem vildi gera allt til að hjálpa til við að gera drauminn að veruleika.  Í dag erum við með tvö

Lesa meira