Kaldavatnslaust 28. september – Starfsemi í húsnæði Ljóssins fellur niður

Kaldavatnslaust verður á Langholtsvegi á morgun þriðjudaginn 28. september og fellur því öll starfsemi í báðum húsum Ljóssins niður.

Haft verður samband við alla einstaklinga sem eiga bókuð viðtöl og þeim boðið upp á breyta í fjarviðtal eða bóka nýja tímasetningu.

Athugið að fræðslufundur fyrir karlmenn fer þó fram en flytst þennan dag á loft safnaðarheimilis Langholtskirkju.

Öll viðtöl sem fara eiga fram í gegnum fjarbúnað haldast óbreytt.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.