Ný dagsetning og staðsetning fyrir golfmót Ljóssins

Nú er komin ný staðsetning og tímasetning fyrir golfmótið góða fyrir karlmenn í Ljósinu.

Ný staðsetning er GKG í Garðabæ og mun mótið fara fram miðvikudaginn 29. september.

Fyrsta holl fer út á braut kl. 13:00 en við hvetjum alla til að mæta kl. 12:00 í spjall í skálanum. Spilaðar verða 9 holur.

Við erum að sjálfsögðu búin að heyra í veðurguðunum og panta gott veður.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.