Kvöldverður til styrktar Ljósinu

Fimmtudaginn 7. október stendur hópur af öflugum ungum mönnum fyrir kvöldverð til styrktar Ljósinu.

Kvöldverðurinn verður haldinn í glæsilegum veislusal Sjálands í Garðabæ. Samhliða borðhaldinu verða skemmtiatriði og að því loknu mun vinsæll plötusnúður halda uppi stuðinu fram á kvöld.

Húsið opnar kl.18:00 með fordrykk og borðhald hefst kl.19:00.

Miðasala fer fram á Tix.is og rennur allur ágóði kvöldsins óskertur til Ljóssins.

 

MATSEÐILL

Boðið verður upp á dýrindis þriggja rétta matseðil:

Forréttur
Carpaccio – truffluolía, parmesan og klettasalat

Aðalréttur
Nautatvenna – Nautalund, nautamjöðm, sellerírót, smælki kartöflur og soðgljái

Eftirréttur
Hindberjadraumur – Hindberjaís, karamella, crumble og hindber

Mögulegt er að fá grænmetis eða vegan útfærslu.

Smelltu hér til skoða frekar

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.