Fyrrum félagar úr Bjartri Framtíð færðu Ljósinu einnar milljón króna gjöf. Með framlagi þessu vilja þau minnast Elvu Gestsdóttur sem lést nýverið eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við sendum okkar hlýjustu þakkir fyrir styrkinn og einlægar samúðarkveðjur til allra aðstandenda.
Kæru vinir, Í dag hefjast úthringingar þar sem fólki er boðið að gerast Ljósavinur. Okkur þætti vænt um ef þið takið vel á móti því góða fólki sem hringir fyrir hönd Ljóssins. Njótið dagsins.
Bleikur október er yfirskrift listamánaðar í Bústaðakirkju. Í október gefst tónleikagestum á hádegistónleikum kirkjunnar kost á að leggja starfi Ljóssins lið. Hádegistónleikar verða alla miðvikudagana í október og mun tónlistin í sunnudagshelgihaldi Bústaðakirkju í október einnig taka mið af Bleikum október Tenórarnir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja á hádegistónleikum í Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. október kl. 12:05-12.30.
Það var mikið hlegið, sprellað og spjallað á árlegum viðburði fyrir sjálfboðaliða Ljóssins í byrjun vikunnar þar sem óeigingjörnu framlagi þeirra var fagnað. Sjálfboðaliðar eru lykilþáttur í starfsemi Ljóssins en hópurinn býr yfir fjölbreyttri þekkingu og reynslu. Hlutverk sjálfboðaliða eru margvísleg en í dag eru 15 manns sem taka þátt í starfinu. Meðal þeirra hlutverka sem sjálfboðaliðar sinna eru handverkskennsla,
Fimmtudaginn 29.september opnar Þóra Björk Schram persónulega einkasýningu sem ber nafnið „Andartak“ í Gallerí Göng í Háteigskirkju. Hún ánafnar Ljósinu eitt af verkum sýningarinnar, og vill gefa þannig til baka til Ljóssins. Þóra Björk var stödd á Ítalíu þar sem hún vann að listsköpun sinni þegar læknirinn hringdi með þau tíðindi að hún hefði greinst með krabbamein. Í samráði
Kæru vinir, Næstu daga setjum við upp nýja sjálfvirka hurð við aðalinnganginn í Ljósinu. Er það gert til að auka aðgengið fyrir okkar fólk og að þeir sem þurfa að sækja endurhæfingu til okkar komist sinnar leiðar. Á meðan á viðgerð stendur biðjum við ykkur að ganga inn í húsið að neðanverðu. Hjartans þakkir fyrir skilninginn, Starfsfólk Ljóssins.
Í næstu viku halda þjálfarar Ljóssins til Kaupmannahafnar á ráðstefnu í líkamlegri endurhæfingu krabbameinsgreindra. Næstkomandi föstudag, 23. september, mun tækjasalur Ljóssins því loka klukkan 13:00. Tækjasalur Ljóssins verður opinn mánudaginn 26. september milli kl. 9:00-12:00 og 13:00-14:00. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag falla allir hóptímar niður, en jóga og slökun verður á miðvikudag. Allir tímar byrja aftur samkvæmt stundaskrá frá
Ljósið og körfuknattleiksfélag Álftaness hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér kynningu á starfsemi Ljóssins í gegnum körfuboltastarf félagsins. Markmiðið með samstarfinu er að auka vitund um starfsemi Ljóssins og fjölga þeim sem styðja við bakið á því. Í þessu skyni mun lið Álftaness spila í búningum merktum Ljósinu og auka sýnileika Ljóssins í tengslum við viðburði félagsins. Þá mun
Kæru vinir, Vinir okkar hjá Hér og nú markaðsstofu, ásamt Blóðbankanum, leita nú til okkar í Ljósinu með von um að finna góðar sögur af farsælum blóðgjöfum. Markmið þeirra er að miðla til þjóðarinnar mikilvægi þes að þeir sem geta gefi blóð með reglulegu millibili. Því langar okkur að spyrja hvort þið lumið á slíkum sögum og mynduð vilja setjast
Okkar fremsti knapi og íþróttamaður, Árni Björn Pálsson, leit við í Ljósinu í dag og afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, 1.130.000 krónur. Upphæðin er sigurlaun Árna Björns úr einstaklings- og liðakeppni mótaraðar Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum 2022. Vildi Árni Björn með þessu framtaki sínu minnast móður sinnar, Hrafnhildar Árnadóttur, sem lést úr krabbameini árið 2018. Með Árna Birni í för