Loksins er komið að árlegu fjölskyldugöngu Ljóssins en hún mun fara fram miðvikudaginn 9. júní. Það kemur kannski ekki á óvart en gengið verður á uppáhaldsfjallið okkar, Esjuna! Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 frá grunnbúðum Ljóssins við Esjurætur þar sem hver gengur á sínum hraða og eins langt og þeir treysta sér til. Starfsfólk Ljóssins mun að venju
Það er með mikilli ánægju að við tilkynnum ykkur að Proency hefur sett í loftið uppfærða útgáfu af andlegu heilsulausn sinni. Nú geta þeir sem eru í endurhæfingu hjá Ljósinu og nánustu aðstandendur óskað eftir aðgangi inn á kerfið með því að hafa samband við starfsfólk Ljóssins. Markmiðið með lausninni er að gefa skjólstæðingum tækifæri til að fylgjast reglulega með
Vinsæli skokkhópur Ljóssins æfir alla miðvikudaga klukkan 15:00. Hópurinn hittist fyrir framan Ljósið og hleypur af stað í Laugardalinn í hverri viku fram að Reykjavíkurmaraþoni. Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum að byggja upp þol og þrek, hlægja og skemmta sér. – Hér getið
Sunneva Dögg kom til okkar á dögunum færandi hendi. Hún afhenti okkur fyrir hönd tengdaömmu sinnar henni Elínu að gjöf fallegar handprjónaðar húfur. Erum við Elínu sem yfirleitt er kölluð Ella afskaplega þakklát fyrir þetta góða framtak og gjöf sem sannarlega kemur sér vel. Húfurnar eru nú til sölu í móttöku Ljóssins, það er úr mismunandi litum og mynstrum að
Fyrr í vor fengum við þær fréttir að sveitafélag Hrunamannahrepps ætlar að setja á laggirnar nýtt hlaup fyrir íbúa sveitafélagsins og myndi hlaupið í ár vera tileinkað nýstofnaðri landsbyggðardeild Ljóssins. Hlaupið, sem ber heitið Miðfellshlaupið fer fram í lok hreyfiviku UMFI 29. maí næstkomandi og er hluti af átakinu Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitafélagsins
Það var mikil gleði í húsi í gær þegar forsvarsmenn Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og afhentu Ljósinu 200.000 króna styrk. Upphæðinni verður varið í glænýtt æfingarhjól sem notað verður við mælingar líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu. Við erum sannarlega þakklát fyrir þennan góða stuðning Kiwanisklúbbsins sem hefur verið dyggur stuðningsaðili Ljóssins í gegnum árin.
Í dag geta allir þeir sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka skráð sig á Hlaupastyrkur.is Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Ljóssins en söfnunarleiðin hefur til að mynda gert okkur kleift að fella niður allan kostnað krabbameinsgreindra við líkamsrækt, námskeið, fræðslu og margt annað. Árið 2019 setti Ljósið, ásamt 180 öðrum góðgerðarfélögum, áheitamet
Jógastreymið sem verið hefur á mánudagsmorgnum kl.9.00 er nú komið í frí. Í staðinn verður boðið upp á jógatíma í sal á mánudögum klukkan 9:00. Athugið að það þarf að skrá sig í alla tíma í móttöku Ljóssins eða í síma: 561-3770. Arna hlakka til að sjá ykkur strax í næstu viku.
Eftir Elínu Kristínu Klar sálfræðiráðgjafa Þegar talað er um samkennd þá er það oftast gagnvart öðrum. Samkennd snýst um að sýna þeim skilning, mildi og umhyggju sem ganga í gegnum erfiðleika. En hvernig hegðum við okkur gagnvart okkur sjálfum þegar við göngum í gegnum erfiðleika? Hvernig komum við fram við okkur sjálf þegar við stöndum andspænis veikleikum okkar? Hvernig
Vilt þú hjálp við að skilgreina markmið þín og fá aðstoð við að ná þeim? Við eigum lausa tíma hjá Ingibjörgu Kr. Ferndinands, markþjálfa, á mánudögum og fimmtudögum í maí. Ingibjörg er vottaður ACC markþjálfi en í grunninn er hún menntunarfræðingur (M.Ed). Umsögn um Ingibjörgu Það var algjörlega frábært að setjast niður með Ingibjörgu. Ég fann það bara þegar ég