Fréttir

21
jan
2022

Eigandi Epal færði Ljósinu stólinn fræga

Allt er gott sem endar vel! Saga fallega hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum í desember fékk farsælan endi í gær þegar Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og kaupandi stólsins, færði Ljósinu gripinn til eignar. Stóllinn, sem er dönsk hönnunar­vara frá 6. ára­tugnum eftir hönnuðinn Arne Vodd­er, barst Góða hirðinum í desember. Það var ósk upprunalegs eiganda hans að

Lesa meira

18
jan
2022

Breytingar á námskeiðum vegna Covid

Kæru vinir, Í kjölfar breyttra sóttvarnarreglna, hefur aðgengi að húsum Ljóssins  verið takmarkað og því er aðeins opið fyrir þá sem eiga pantaða tíma. Einnig höfum við fært ýmis námskeið á Zoom eða frestað þeim fram í febrúar.   Breytingar hafa orðið á eftirfarandi námskeiðum: Grunnfræðsla fyrir konur hefur verið flutt á Zoom. Salurinn er opinn fyrir þá sem ekki

Lesa meira

14
jan
2022

Tilkynning vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Kæru þjónustuþegar og aðstandendur, Í kjölfar nýrra sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19 gerum við viðeigandi ráðstafanir í starfssemi Ljóssins. Við förum að öllum tilsettum reglum og okkur er í mun að passa upp á alla okkar skjólstæðinga. Þessar reglur taka gildi í Ljósinu frá og með mánudeginum 17. janúar til 2. febrúar. Það er grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins. Við ítrekum að

Lesa meira

12
jan
2022

“Ég er alltaf að breyta til og prófa eitthvað nýtt”

Í vikunni fengum við skemmtilegt heimboð til Þórðar Ásgeirssonar, þjónustuþega í Ljósinu, en næstkomandi laugardag opnar hann myndlistarsýningu í Gallerí Göng og ber sýningin heitið Ljósið í myrkrinu. Þórður hefur undanfarin ár sótt endurhæfingu í Ljósið vegna krabbameins en áður en hann hóf endurhæfinguna hafði hann aldrei dregið upp pensil áður. Hann segist þó til að byrja með ekki hafa

Lesa meira

11
jan
2022

Fjarþjálfun fyrir fólk á landsbyggðinni

Nú er vorönninn í Ljósinu komin af stað með ýmislegt spennandi og nýtilegt í boði fyrir okkar fólk. Landsbyggðardeildin verður með fjarþjálfun á Zoom tvisvar í viku, fyrir þjónustuþega Ljóssins á landsbyggðinni. Markmið námskeiðsins er auka aðgengi að þjálfarateymi okkar og bjóða upp á æfingar heima í stofu. Æfingarnar eru aðlagaðar að getu hvers og eins og krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðar,

Lesa meira

6
jan
2022

Leitað að þátttakendum í rannsókn um mikilvægi sjúkraþjálfunar eftir meðferð við brjóstakrabbamein

Óskað er eftir konum á aldrinum 30-67 ára til að taka þátt í ofangreindri rannsókn. Vonast er eftir a.m.k. 20-50 þátttakendum sem hafa lokið brjóstakrabbameinsmeðferð á síðastliðnum þremur árum. Þátttaka í rannsókninni felur í sér að svara spurningalista rafrænt. Engin áhætta er talin fólgin í þátttöku í þessari rannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka notkun á og gagnsemi sjúkraþjálfunar meðal

Lesa meira

4
jan
2022

Stundaskrá Ljóssins – Janúar 2022

Gleðilegt ár kæru vinir, Dagskráin næsta mánuðinn er nú tilbúin en eftir sem áður nýtum við það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Smelltu hér til að lesa janúar stundaskrá Ljóssins. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, sprittun og grímunotkun í öllum rýmum. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði.

Lesa meira

22
des
2021

Jólakveðja

Kæru vinir Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Ljósið er lokað á milli jóla og nýárs, við opnum aftur þann 5.janúar

Lesa meira

14
des
2021

Stjórnendafélag Suðurlands kom færandi hendi

Ljósið fékk góða heimsókn í dag, þar sem tveir fulltrúar frá Stjórnendafélagi Suðurlands á Selfossi komu færandi hendi með veglegan styrk í starf Ljóssins. Virkilega fallegt framtak, og þökkum við hjá Ljósinu innilega fyrir styrkinn og góða heimsókn.    

10
des
2021

Gjafakort í starf Ljóssins undir tréð?

Áttu eftir að kaupa jólagjöfina fyrir þann sem á allt og vantar ekkert? Langar þig að gefa gjöf til góðra verka? Ljósið býður ykkur uppá að kaupa gjöf sem sannarlega gefur áfram. Styrk í fjölskyldustarf Ljóssins eða í endurhæfingu unga fólksins okkar. Gjafabréfin má versla á vefsíðu Ljóssins hér, en þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja

Lesa meira