Breyting á hópum á samfélagsmiðlum Ljóssins

Kæru vinir,

Undanfarnar vikur höfum við rýnt í upplýsingagjöf í húsi með það að markmiði að einfalda upplýsingagjöf til þjónustuþega. Í því samhengi hefur verið tekin ákvörðun að loka hópum á samfélagsmiðlum þar sem lítil eða engin virkni er fyrir hendi. Við bendum öllum þjónustuþegum á að Ljósið Heima verður áfram virkur og þar munu tilkynningar og aðrar fréttir birtast, sem og hægt að leggja fram spurningar ef einhverjar eru.

Kærleikskveðjur,

Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.