Lionsklúbbur Seltjarnaness færði Ljósinu tölvur og skjái

Þeir Sigurður Hall, Guðjón Jónsson, Árni Steinsson, Bragi Ólafsson og Sigurður H. Engilbertsson frá Lionsklúbb Seltjarnarness komu færandi hendi í Ljósið fyrr í dag en færðu þeir Ljósinu veglegar Think Pad tölvur frá Lenovo sem og skjái.

Nokkrir meðlimir klúbbsins hafa notið góðs af endurhæfingunni í Ljósinu og klúbbsmeðlimir því mjög meðvitaðir um starfsemi Ljóssins og hversu miklu máli starfið skiptir fyrir þjóðina.

Framundan er frekari fjáröflun hjá Lionsklúbb Seltjarnarness en árlega selja þeir jóladagatöl með tannkremi á fjölmörgum sölustöðum. Það er því um að gera að kaupa skemmtileg súkkulaðidagatöl fyrir börnin, vitandi að upphæðin rennur í góða starfsemi.

Við sendum hjartans þakkir fyrir góða heimsókn og þessar flottu tölvur og skjái sem koma sannarlega að góðum notum.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.