Ljósið mun taka þátt í Fit and Run, skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons sem fer fram í Laugardalshöll í vikunni fyrir Reykjavíkurmaraþon. Við hvetjum alla þá sem hlaupa fyrir Ljósið og hafa ekki tök á því að mæta í pastaveisluna okkar mánudaginn 19. ágúst, og fá þar íþróttaboli merkta Ljósinu, að koma við á básnum okkar á sýningunni. Hægt er að skoða hvar
Ljósið býður maraþonhlaupurum, aðstandendum og klöppurum í fræðandi pastaveislu. Mánudaginn 19. ágúst klukkan 17:00 ætlum við að bjóða uppá pastasalat og fræðandi fyrirlestur fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í ár ætlar Gunnar Ármannsson, hlaupagarpur, að fjalla um hlaup og krabbamein en sjálfur greindist hann með ólæknandi blóðkrabbamein 38 ára gamall. Gunnar hefur hlaupið yfir
Nú í lok júlí barst Ljósinu rausnarleg gjöf frá myndlistamanninum Árna Rúnari Sverrissyni. Undanfarin ár hefur Ljósið verið með verk eftir Árna að láni en það er óhætt að segja að þau færi húsakynnunum á Langholtsveginum sterkan svip. Árni hefur nú fært Ljósinu þessi verk að gjöf og því munum við halda áfram að njóta listar Árna um ókomin ár.
Hvetjum saman 2019 – Ljósið býður í klappveislu! Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið frá kl: 9:00 og þar til
Kæru vinir, Föstudaginn 2. ágúst verður lokað hjá okkur í Ljósinu. Einnig verður lokað á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 5. ágúst en við opnum aftur með bros á vör þriðjudaginn 6. ágúst. Við vonum að helgin verði full af gleði og góðum stundum. Starfsfólk Ljóssins
Þessa dagana snýst lífið hjá mörgum um undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Starfsfólk Ljóssins, margir ljósberar, vinir og vandamenn eru þar í hópi en Ljósið er eitt af þeim styrktarfélögum sem þátttakendur í maraþoninu geta heitið á. Frá því í vor hefur þjálfarateymi Ljóssins boðið upp á æfingar hvern þriðjudag svo þeir sem hlaupa geti fengið sem bestan undirbúning. Auk líkamlegrar
Kæru vinir, Við bjóðum nú til sölu vel gerða Macron íþróttaboli sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum XS – 4XL og eru léttir og sérlega góðir hlaupabolir. Þeir eru kjörin eign fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu eða vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Um er
Ofurfólkið í lögfræðideild Íslandsbanka leit við hjá okkur í gær, skellti sér í gúmmítútturnar og hentist út í garð. Við erum ofursæl með að fá þetta frábæra fólk til að hjálpa okkur að halda við beðunum og öðru í garðinum sem við höfum ekki tök á að komast í. Við sendum okkar allra bestu þakkir til Íslandsbanka.
Miðvikudaginn 19. júní klukkan 11:00 höldum við í árlega fjölskyldugöngu Ljóssins á Esjuna. Mæting er í Esjustofu milli 10:30 og 10:50. Starfsfólk Ljóssins verður í gulum vestum í fjallinu til þess að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Við hvetjum ykkur öll til þess að reima á ykkur gönguskóna og njóta með okkur. Minnum að sjálfsögðu alla til að
Nú á vordögum kláraði Helga Jóna, iðjuþjálfi í Ljósinu, meistaragráðu í Fjölskyldumeðferð. Við fengum Helgu Jónu til að setjast niður í smá stund og segja okkur frá náminu og lokaverkefninu. Geturðu sagt mér aðeins frá náminu? Ég útskrifaðist úr fjölskyldumeðferðarnámi í júní 2016, (90 ECTS diplómanám á meistarastigi) frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Það nám fékk ég svo metið inn á