Jólaundirbúningurinn er hafinn í Ljósinu

Í síðustu viku áttum við saman notalega stund við að útbúa merkimiða og pakkaskraut. Tobba okkar var svo yndisleg að koma með ýmislegt úr sínu pokahorni til merkimiðagerðar og deila með okkur og kenna handtökin. Svo var Bogga að aðstoða við að útbúa pakkaskraut úr piparkökuleir.

Þið sem misstuð af þessari skemmtilegu stund í síðustu viku þurfið ekki að örvænta því við ætlum að endurtaka leikinn þann 5. desember milli 9-12.

   

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.