Það er dýrmæt stund á námskeiðum hjá mér í Ljósinu, þar sem við förum saman í gegnum aðferðir sem efla og bæta andlega heilsu. Áhuginn og viljinn til að bæta sig og læra skín skært frá þátttakendum námskeiðanna. Um leið og við tökum umræðustund eða förum í aðferðirnar í tímunum er fólk tilbúið í slaginn og það er alltaf jafn
Við fáum seint þakkað allan þann tíma og vinnu sem sjálfboðaliðar hafa lagt til Ljóssins undanfarin 15 ár. Stjórn Ljóssins er þar ekki undanskilin en þar hefur fólk lagt mikið af mörkum án þess að þiggja kaup fyrir – Við erum óendanlega þakklát fyrir þeirra framlag. Við birtum hér viðtal sem María Ólafsdóttir tók við Tomma okkar, Tómas Hallgrímsson, sem
Vilt þú hjálp við að skilgreina markmið þín og fá aðstoð við að ná þeim? Við eigum nokkra lausa tíma í markþjálfun hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, nú í febrúar. Umsögn um Matta Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Allir eru að tala um markþjálfun en maður veit bara ekki hvað þetta felur
Ljósið óskar eftir að ráða jákvæðan einstakling í 50% starf í móttöku. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf sem felur í sér móttöku fólks í þjónustu Ljóssins, samveru með þjónustuþegum, létta tölvuvinnu og önnur dagleg verkefni. Starfið krefst mikillar færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, heiðarleika og vinnusemi. Karlmenn eru hvattir til að sækja um. Viðkomandi þarf að geta
Í dag 4. febrúar er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Í tilefni þess er vert að rifja upp sögu Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, en í ár fögnum við 15 ára afmæli. Tildrög þess að Ljósið varð til má rekja aftur til ársins 2004. Undirrituð hafði þá gengið lengi með þá hugmynd í maganum að koma á fót endurhæfingarmiðstöð fyrir utan veggi
Fyrr í mánuðinum sögðum við ykkur frá því að Ljósið leggur sitt af mörkum í verkefnið Kærleikur í hverri lykkju á vegum Minningarsjóðs Einars Darra. Það er óhætt að segja að það fari vel af stað og Ljósberar taki vel í að vinna þetta með okkur. Alla föstudaga milli 10:00-14:00 eiga þeir sem eru að taka þátt og þeir sem
Það var glatt á hjalla á Langholtsveginum í gær, mánudaginn 20. janúar, þegar aðstandendur Guðrúnar Ögmundsdóttur færðu Ljósinu tæplega 700 þúsund króna styrk í hennar nafni. Við það tilefni var Gunnusjóður formlega stofnaður í Ljósinu en sjóðnum er ætlað að styðja við þá sem minna hafa á milli handanna og til að auðvelda þeim að nýta sér þjónustuliði sem eru
Hugsaðu um fæturnar og styrktu Ljósið í leiðinni! Í hverjum mánuði bjóðum við til sölu 3 gjafabréf í fótaaðgerð hjá Margréti Sigurðardóttur, fótaaðgerðarfræðingi, og rennur öll upphæðin í Ljósið. Greiddar eru 8000 krónur fyrir tímann, sem annars ætti að vera á 11.500 krónur. Gengið er frá greiðslu í afgreiðslu Ljóssins en þjónustan fer fram á Fótaaðgerðastofunni Engjateigi 17-19 þar sem
Eigum örfá sæti eftir á námskeið fyrir unga aðstandendur 6-13 ára hefst 28. janúar. Námskeiðið er fyrir börn og einnig unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur. Börnin fá tækifæri að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan
Ljósið gefur til baka til samfélagsins með framlagi í verkefnið Kærleikur í hverri lykkju. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslunni “Eitt líf” með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna. Eitt af verkefnum sjóðsins er Kærleikur í hverri lykkju og felur það í sér að prjóna kærleiksgjafir