Símaþjónusta Ljóssins nú öflugri

Til að geta sinnt þeim sem eru að greinast eða eru nú þegar í endurhæfingu hjá Ljósinu höfum við aukið við þjónustu í símaveri okkar.

Ef þú varst að greinast með krabbamein og þarft ráðleggingar, hafðu samband  í aðalnúmer Ljóssins 561-3770 og við veitum viðtal og svörum spurningum eftir bestu getu.

Allt okkar starfsfólk er til taks og ykkur innan handar.

Allir þeir sem eru í virkri endurhæfingu í Ljósinu finna allar frekari upplýsingar, símanúmer og netföng hér fyrir neðan.

Við erum til staðar, ekki hika við að hringja.
Starfsfólk Ljóssins

Símaþjónusta Ljóssins er opin frá kl. 10:00-16:00

Líðan og daglegar venjur:
Ef þú vilt ræða líðan, daglegar venjur og rútínu er gott að fá viðtal hjá iðjuþjálfa í síma 620-4744

Stoðkerfi og hreyfing:
Viljirðu fá ráðleggingar varðandi stoðkerfið og hreyfingu þá taka þjálfarar Ljóssins á móti símtölum í síma 620-4760 og 620-4755 eða fyrirspurnum í tölvupósti: thjalfarar@ljosid.is

Fjölskyldumál:
Ef þú ert með áhyggjur af fjölskyldumálum eða ert á aldrinum 16-45 ára, er fjölskyldufræðingur okkar og iðjuþjálfi til taks í síma 620-4750

Markmiðasetning:
Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur, veitir þeim sem á þurfa að halda viðtöl í síma 694-3828

Sálfræði- og næringarráðgjöf:
Einnig er hægt að fá samtal við sálfræðiráðgjöf Ljóssins en það er bókað í aðalnúmeri Ljóssins 561-3770

Almennar fyrirspurnir:
Móttökustarfsfólk okkar er einnig við símann til að svara praktískum málum er varða Ljósið, í síma 620-4740

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.