Kynningarfundur um endurhæfinguna í Ljósinu er alla þriðjudaga klukkan 11:00 á Langholtsvegi. Allir bera grímur og spritta hendur við komu í hús. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn. Við bjóðum einnig upp á kynningu í myndbandsformi. Hafðu samband við okkur í síma 561-3770 eða með því að senda okkur póst á mottaka@ljosid.is og við sendum þér hlekk á kynninguna
Námskeiðin í Ljósinu eru nú að fara aftur af stað hvert á fætur öðru. Fagaðilar eru að hafa samband við alla þá sem voru á námskeiðum í Ljósinu þegar þjónusta var skert og upplýsa um nýtt fyrirkomulag námskeiða og gefa leiðbeiningar. Frá og með næstu viku ættu því eftirfarandi námskeið að halda áfram með breyttu sniði: Námskeið nýgreindar 36-48 ára
Hópar í líkamlegri endurhæfingu hjá Ljósinu fara rólega af stað aftur vikuna 26. -30. október. Sóttvarnir verða í fyrirrúmi eins og alltaf hjá okkur, grímuskylda og sprittað milli tækja og milli hópa. Til að byrja með fá einungis fimm að vera í salnum í einu, hvort sem það er í tækjatíma eða leiddum tíma, eins og Jafnvægi, Stoðfimi og Eftir
eftir Ingu Rán Gunnarsdóttur Það er mikilvægt fyrir konur jafnt sem karla, sem gangast undir aðgerð á brjósti, að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Við inngrip sem þetta er ekkert óeðlilegt að skerðing verði á hreyfingu í kjölfarið og til að sporna gegn þeirri þróun er mikilvægt að byrja snemma að vinna gegn skerðingunni með réttum
eftir Guðrúnu Erlu Þorvarðardóttur Nú þegar daginn er að stytta og kuldinn sækir að er erfiðara að fara út og hreyfa sig. En það er gott að hreyfa sig utandyra í fersku lofti. Það gefur okkur aukna orku og okkur líður betur á eftir. Hversu lengi við erum úti eða hversu langt við göngum fer eftir dagsforminu okkar, stundum getum
Hún okkar Sigrún Marinósdóttir kom við í Ljósinu í dag til að taka stöðuna á hvernig gengi nú þegar starfsemi Ljóssins er með minna móti vegna Covid19. Eins og mörg ykkar vita þá er Sigrún alger töfrakona þegar kemur að ýmsu handverki en hún hefur verið leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum hér í Ljósinu eins og steinamáluninni sem var ansi vinsælt
eftir Gyðu Rán Árnadóttur Þetta eru skrýtnir tímar sem við erum stödd á. Fyrir suma er þetta spurning um að staldra við heima hjá sér, komast ekki í vinnu vegna hópaskiptinga, geta ekki hitt vini og vandamenn, eða hreinlega að geta ekki rúntað um Smáralind og viðhaldið neyslubrjálæðinu sem á sér stað í okkar veröld í dag. En fyrir aðra
eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Þegar börn dunda sér þá er það talið merki um að þeim líði vel. Þau eru upptekin í einhverju sem nær að fanga huga þeirra og gleyma stað og stund. Það getur verið hvað sem er, leikur, bók, spil eða annað. Þegar við sem fullorðin dundum okkur þá er það ekki endilega talið eins jákvætt. Okkur
Höfundur ritaði þessa grein í apríl sl. Greinin á jafn vel við í dag þar sem við erum nú ennþá í miðjum faraldri og því sendum við hana út aftur. Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónuveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og
eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa í Ljósinu „Get ég aðstoðað?“. Þetta er algeng spurning frá afgreiðslufólki í verslunun og flestum finnst sjálfsagt að borin sé upp. Hvernig bregst þú við þegar ættingjar, vinir og kunningjar bera upp þessa sömu spurningu þegar þú hefur greinst með sjúkdóm? Þau segja: „Láttu mig endilega vita ef ég get gert eitthvað.“ Við í Ljósinu