Kynningarfundir Ljóssins í hverri viku

Kynningarfundur um endurhæfinguna í Ljósinu er alla þriðjudaga klukkan 11:00 á Langholtsvegi. Allir bera grímur og spritta hendur við komu í hús. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn.

Við bjóðum einnig upp á kynningu í myndbandsformi. Hafðu samband við okkur í síma 561-3770 eða með því að senda okkur póst á mottaka@ljosid.is og við sendum þér hlekk á kynninguna í tölvupósti.

Í kjölfarið bjóðum við þér að bóka fyrsta tíma hjá iðjuþjálfa og mælingar hjá þjálfara.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.