Litlir hópar í líkamlegri endurhæfingu að hefjast

Hópar í líkamlegri endurhæfingu hjá Ljósinu fara rólega af stað aftur vikuna 26. -30. október. Sóttvarnir verða í fyrirrúmi eins og alltaf hjá okkur, grímuskylda og sprittað milli tækja og milli hópa. Til að byrja með fá einungis fimm að vera í salnum í einu, hvort sem það er í tækjatíma eða leiddum tíma, eins og Jafnvægi, Stoðfimi og Eftir brjóstaaðgerð. Hver tími er 45 mínútur til að tryggja að engin skörun verði milli hópa og tími gefist í sprittun.

Bendum þó á að fyrir þau sem treysta sér ekki til að mæta, þá eru myndböndin okkar alltaf aðgengileg á heimasíðu Ljóssins og að auki munum við streyma æfingatímum í gegnum Ljósið heima-síðuna á Facebook.

Tímabókanir fara fram hjá þjálfurum í síma 512-8716 og 620-6799.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Bestu kveðjur frá þjálfurum Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.