„Við erum ekki að fara að losna við hvor aðra þó við séum orðnar nokkurn veginn heilbrigðar“ heyrist hátt og snjallt í handverkssal Ljóssins á vindasömum miðvikudegi í ágúst. Þangað er kominn vinkonuhópurinn „Lubbarnir“ sem samanstendur af níu galvöskum konum sem kynntust á námskeiði fyrir nýgreindar konur í Ljósinu haustið 2020. Frá því þær kynntust hafa þær verið mjög samstilltar
Starfsfólk Ljóssins hefur nú lagt lokahönd á glæsilega stundaskrá sem tekur gildi 1. september 2021. Við hvetjum alla til að skoða vel hvað er í boði en verið er að hringja í alla sem skráðir eru á biðlista á námskeið og í handverk. Í haust fara af stað nýjir dagskrárliðir í líkamlegri endurhæfingu; Þolþjálfun á mánudögum og miðvikudögum klukkan 12:00
Frá 1. september breytist opnunartími Ljóssins á föstudögum. Lokað verður klukkan 14:00. Opnunartími Ljóssins verður því sem hér segir: Mánudagar: 08:30 – 16:00 Þriðjudagar: 08:30 – 16:00 Miðvikudagar: 08:30 – 16:00 Fimmtudagar: 08:30 – 16:00 Föstudagar: 08:30 – 14:00
Vefverslunin cbdreykjavik.is býður öllum þjónustuþegum Ljóssins 20% aflátt í með afsláttarkóðanum Ljosidokkar. Fyrirtækið, sem er í eigu Karlottu Bridde og Arnþórs Haukdal, sérhæfir sig í snyrtivörum sem innihalda CBD og einsetja sér að bjóða aðeins upp á vörur í hæsta gæðaflokki.
Í vikunni hefst nýr dagskrárliður í líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu: Þolþjálfun. Um er að ræða 30 mínútna tíma sem í boði verða á mánudögum og miðvikudögum klukkan 12:00. Tímarnir fara fram á þolþjálfunartækjum eins og hjólum, fjölþjálfum, göngubretti þar sem hver og einn stjórnar sínu álagi. Þessi dagskrárliður hentar öllum sem vilja bæta þol með markvissum æfingum með þjálfurum Ljóssins.
Kæru vinir, Við vorum að fá þær fregnir að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hafi verið aflýst. Ákveðið var að fresta hlaupinu fyrst um sinn, með von um að ástandið myndi breytast til hins betra á næstu vikum, en það virðist ekki stefna í nægar tilslakanir. Skipuleggjendur meta það að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa
Í dag er síðasta æfing hjá hlaupahópnum okkar sem æft hefur í sumar fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fara átti fram um næstu helgi. Maraþonið er enn á döfinni en hefur verið frestað til 18. september. Við hvetjum alla þá sem tekið hafa þátt í sumar til að halda áfram að æfa sig samkvæmt plani.
„Ljósið er ótrúlegur staður og það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þar er unnið frábært starf af yndislegu fólki sem gefur af sér endalaust alla daga. Krabbameinsferlið mitt hefur verið mjög krefjandi en í miðri lyfjameðferð þá deyr eiginmaður minn mjög skyndilega úr krabbameini sem við vissum ekki að hann væri með. Starfsfólk Ljóssins stóð þétt við
„Ég mæli eindregið með að fólk leiti í Ljósið í sinni meðferð og endurhæfingu. Það er gott fyrir fólk að koma þangað og vera í hópi fólks sem er að ganga í gegnum það sama. Ég þekkti til starfsseminnar í gegnum vin minn og þegar ég greindist sjálfur ákvað ég að drífa mig af stað og prófa að mæta. Það
Kæru vinir, Margir hafa í dag fengið tölvupóst með kvittun frá Ljósinu. Ástæða þessa er að Borgun/Saltpay sem haldið hefur utan um skráningu á boðgreiðslum í tengslum við Ljósavini er að færa upplýsingar í annað kerfi. Við höfum fengið ábendingar um að upplýsinga sé ábótavant og að árlegir Ljósavinir hafi verið skráðir inn sem mánaðarlegir Ljósavinir. Einnig virðist vera sem