Solla

6
apr
2021

Starfið í Ljósinu í næstu vikurnar

Kæru vinir, Endurhæfingin í Ljósinu heldur áfram en hertar reglur hafa þó örlítil áhrif. Við viljum minna á handþvott og sprittnotkun í húsi. Þetta á bæði við þegar komið er í hús og reglulega í gegnum tímann sem varið er í húsi. Grímur Það er áfram grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins. Handverk Handverkshópar halda áfram, en athugið að þörf er

Lesa meira

6
apr
2021

Námskeið í garnlitun

Hrund Pálmadóttir og Guðrún Ólafsdóttir ætla að leiðbeina í litun garns á tveggja skipta námskeiði sem fer fram föstudagana 9. og 16. apríl milli klukkan 10:00-14:00 Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta námskeið vegna fjöldatakmarkana og fer skráning fram í móttöku Ljóssins. Við vekjum athygli á að prjónahópurinn fellur niður þessa tvo föstudaga.  

31
mar
2021

Gleðilega páska!

Gleðilega páska kæru vinir. Við hjá Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu. Ljósið opnar aftur 6.apríl, en þó með takmörkunum. Hafið það sem allra best yfir páskana! Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

26
mar
2021

Aðalfundur Ljóssins 2021

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn þriðjudaginn 4. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins

26
mar
2021

Restricted services due to Covid-19

Dear friends, We are adapting our rehabilitation once again in accordance with stricter disease prevention measures. Our housing will be open with restrictions from Thursday 25 March until further notice. This applies to both buildings. Interviews, massages and beauty treatments will take place as planned. Those who have booked interviews with professionals keep their time but have the choice of

Lesa meira

22
mar
2021

Tilmæli til allra sem eiga leið í Ljósið

Í ljósi nýjustu frétta skerpum við á sóttvörnum í Ljósinu. Við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19. Við höldum áfram að bera grímur í öllum rýmum Ljóssins. Starfsfólk Ljóssins sótthreinsar yfirborðsfleti í öllum rýmum mjög reglulega. Handþvottur og spritt eru kjarninn í einstaklingsbundnum sóttvörnum sem við vitum

Lesa meira

15
mar
2021

Vegan veisla til góðs

Elín Kristín Guðmundsdóttir, eða Ella eins og hún er yfirleitt kölluð, greindist með brjóstakrabbamein árið 2018. Hluti af ferli Ellu var endurhæfing í Ljósinu, en hún segist ekki geta þakkað nægsamlega þá þjónustu sem hún fékk þar, fagmennskan var fram í fingurgóma. Ljósið er henni afar kært, þar kynntist hún góðu starfi, byggði sig upp líkamlega og andlega, borðaði yndislegan

Lesa meira

3
mar
2021

Skokkhópur Ljóssins af stað

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og því fer vinsæli skokkhópur Ljóssins fari aftur af stað í dag miðvikudaginn 3. mars klukkan 15:00. Hittist hópurinn fyrir framan Ljósið og hleypur af stað í Laugardalinn alla miðvikudaga fram að Reykjavíkurmaraþoni. Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum

Lesa meira

18
feb
2021

Gleðikokteillinn

eftir Birnu Markúsdóttur, íþróttafræðing í Ljósinu Hefur þú einhvertímann farið út í hressandi göngutúr og komið til baka með líkama fullan af orku og huga fullan af gleði? Þessi mikla sæla orsakast af örlitlum boðefnum sem bera nafnið endorfín. Endorfín dregur nafn sitt úr orðinu „endogenous“ sem réttilega mætti þýða sem „innrænn“ eða það sem er innra með okkur,  með

Lesa meira

12
feb
2021

Hildur Anna færði Ljósinu rausnarlegan styrk

Í vikunni fengum við góða heimsókn á Langholtsveginn þegar Hildur Anna Geirsdóttir leit við til að afhenda 188.000 króna styrk. Þessi flotta 18 ára stelpa hannaði og seldi fallega skartgripi úr gömlum skartgripum í bland við nýjan efnivið, og seldi vinum og ættingjum. Hildur Anna og fjölskylda hennar hafa góða reynslu af Ljósinu en til okkar hefur þeirra nánasta fólk

Lesa meira