Allt er gott sem endar vel! Saga fallega hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum í desember fékk farsælan endi í gær þegar Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og kaupandi stólsins, færði Ljósinu gripinn til eignar. Stóllinn, sem er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum eftir hönnuðinn Arne Vodder, barst Góða hirðinum í desember. Það var ósk upprunalegs eiganda hans að
Kæru þjónustuþegar og aðstandendur, Í kjölfar nýrra sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19 gerum við viðeigandi ráðstafanir í starfssemi Ljóssins. Við förum að öllum tilsettum reglum og okkur er í mun að passa upp á alla okkar skjólstæðinga. Þessar reglur taka gildi í Ljósinu frá og með mánudeginum 17. janúar til 2. febrúar. Það er grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins. Við ítrekum að
Í vikunni fengum við skemmtilegt heimboð til Þórðar Ásgeirssonar, þjónustuþega í Ljósinu, en næstkomandi laugardag opnar hann myndlistarsýningu í Gallerí Göng og ber sýningin heitið Ljósið í myrkrinu. Þórður hefur undanfarin ár sótt endurhæfingu í Ljósið vegna krabbameins en áður en hann hóf endurhæfinguna hafði hann aldrei dregið upp pensil áður. Hann segist þó til að byrja með ekki hafa
Gleðilegt ár kæru vinir, Dagskráin næsta mánuðinn er nú tilbúin en eftir sem áður nýtum við það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Smelltu hér til að lesa janúar stundaskrá Ljóssins. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, sprittun og grímunotkun í öllum rýmum. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði.
Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega. Blaðið kemur út í stafrænni útgáfu sem gefur okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir í formi hlaðvarpa, gæða umfjöllunina meira lífi með auknu myndefni og gera hinni einstöku grasrót
Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Eins og margir vita byggir endurhæfingin í Ljósinu á hugmyndafræði iðjuþjálfunar en í dag starfa 10 iðjuþjálfar í Ljósinu. Að sjálfsögðu fögnum við þessum mikla degi með kaffi og köku, en höfum að þessu tilefni einnig komið fyrir iðjukornum vítt og breitt í móttöku Ljóssins. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að njóta
Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fer fram laugardaginn 6. nóvember næstkomandi. Þar mun stór hópur göngfólks ganga af stað klukkan 16:00 upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Björgunarsveitin Kjölur verður á staðnum. Í
Ljósið í samstarfi við KVAN býður upp á námskeið fyrir 14-17 ára aðstandendur krabbameinsgreindra. Námskeiðið hefst 10. nóvember næstkomandi, fer fram milli 19:00 og 21:30 og er þrjú skipti. Á námskeiðinu geta þátttakendur fundið aukinn kraft, meira jafnvægi, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu. Þau geta orðið meðvitaðari um eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega og lært aðferðir til
Fáðu hjálp við að skilgreina markmið þín og aðstoð við að ná þeim! Nú eru lausir tímar hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, á miðvikudögum og föstudögum og hjá Ingibjörgu Kr. Ferdinands, markþjálfa, á föstudögum. Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í þá átt
Föstudaginn 5. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinsgreindum. Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Þetta er í