Færðu Ljósinu afrakstur styrktartónleika

Gunnar Már Jónsson ásamt Einari Erni Finnssyni og Halldóri Þórarinssyni færðu í vikunni Ljósinu rausnarlega styrk í kjölfar styrktartónleika sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

Tónleikana, sem báru það fallega heiti Óður til vináttu, skipulagði Gunnar Már í kjölfar þess að Einar greindist með krabbamein og hóf að sækja endurhæfingu í Ljósið.

Það er óhætt að segja að velgjörðarfólk Ljóssins hafi flykkst á tónleikana en gestir styrktu starfs Ljóssins með frjálsum framlögum.

Við þökkum Gunnari Má og öllum þeim sem fram komu og þeim sem lögðu leið sína á tónleikana fyrir sitt framlag til endurhæfingarinnar í Ljósinu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.