Verkís afhenti Ljósinu rausnarlegan styrk

Í tilefni 90 ára afmæli síns afhenti Verkís Ljósinu styrk uppá 3.000.000 króna en styrkurinn er hluti af markmiði fyrirtækisins að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka þátt í að byggja upp samfélög bæði hér á landi og erlendis.

Einnig styrkti Verkís Rauða krossinn og Krabbameinsfélagið – Styrkleikana af sama tilefni. Virkilega gott framtak, sem sannarlega skilar sér í samfélaginu.

Við þökkum Verkís fyrir sitt rausnarlega framlag til endurhæfingar krabbameinsgreinda.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.