Í gær fór fram lokaganga gönguraðarinnar Gengið til sigurs á vegum gönguhópsins Fjöll og viðhengi.

Árbjörg, Essý og Stella, göngugarpar og þjónustuþegar í Ljósinu, glaðar í bragði
Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega yfir vetratímann en undanfarna daga hafa þau gengið vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og safnað áheitum fyrir Ljósið. Á síðasta ári greindust þrjár konur úr hópnum með krabbamein og hafa sótt til okkar endurhæfingu samhliða meðferðum.
Í gær gekk hópurinn um Laugardalinn og endaði að sjálfsögðu hjá okkur á pallinum þar sem við tókum á móti rúmlega 70 þátttakendum. Veðrið lék við okkur og kátt var á hjalla.
Við sendum öllum þeim sem tóku þátt og öllum þeim hétu á hópinn kærlega fyrir sitt framlag.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.