Stjörnustrákar styðja Ljósið

Erna Magnúsdóttir tók á móti Gabríel og Tómasi

Í gær fengum frábæra heimsókn frá Gabríel og Tómasi sem eru flottir strákar úr Garðabæ. Fyrir skömmu síðan greindist góður vinur, skólafélagi og Stjörnustrákur með krabbamein og fundu þeir löngun til að bregðast við og láta gott af sér leiða.

Úr varð að þeir ákváðu að ganga í hús og óska eftir framlögum svo að þeir gætu styrkt fólk með krabbamein. Söfnun Gabríels og Tómasar gekk mjög vel og eru þeir mjög þakklátir öllu því góða fólki sem lagði söfnun þeirra lið þegar þeir bönkuðu upp á.

Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins tók á móti upphæðinni í gær og eftir gott spjall ákváðum við að upphæðin myndi renna í barnanámskeiðin í Ljósinu, þar sem börn sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra fá fræðslu og stuðning.

Við þökkum Gabríel og Tómasi kærlega fyrir þetta flotta framtak.

Framtíðin er sannarlega björt ef hún er í höndum barna með svona hjartalag.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.