Fjölskyldugangan miðvikudaginn 1. júní – Mætum tímanlega

Það styttist í Fjölskyldugöngu Ljóssins og við erum orðin mjög spennt!
 
Við hvetjum ykkur til að mæta örlítið fyrr og taka þátt í upphitun sem þjálfarateymið leiðir áður en við göngum af stað.
Ef veður leyfir þá ætlar Arna jógakennari að bjóða uppá slökun og jafnvel Gong fyrir þá sem treysta sér ekki að ganga og svo aftur þegar flestir eru komnir niður aftur. Við biðjum fólk um að koma með sín eigin teppi.

Vinsamlegast athugið að Ljósið verður lokað þennan dag.

Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og gott er að hafa drykkjarvatn og göngustafina með í för.

Settu gönguna í dagatalið þitt á Facebook með því að smella hér.

Allir velkomnir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.