Solla

28
apr
2023

Þakkir fyrir góða gjöf

Þann 8. apríl 2022 lést Hafþór Haraldsson úr krabbameini en hann hafði verið þjónustuþegi Ljóssins. Við í Ljósinu þekktum hann áður í gegnum líknarfélagið Bergmál en mikil og góð samvinna hefur verið á milli Ljóssins og Bergmáls í fjölda mörg ár. Bræður Hafþórs Gunnar, Dagþór og Birgir segja svo: Bróðir okkar þótti vænt um Ljósið og starfsmenn þess og vildi

Lesa meira

26
apr
2023

Námskeið í fígúrúgerð með pappamassa

31. maí næstkomandi hefst hefst fjögurra skipta námskeið í pappamassa mótun þar sem Sara Vilbergsdóttir myndlistakona og myndlistakennari ætlar að leiðbeina í hönnun fígúra með þessari skemmtilegu aðferð. Mótað verður úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til. Skráning fer fram hjá móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að smella

Lesa meira

26
apr
2023

Stoðfimi fellur niður 27. apríl

Góðan dag kæru vinir, Því miður verðum við að fella niður stoðfimitíma sem fram átti að fara fimmtudaginn 27. apríl. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur strax í næstu viku. Kærar kveðjur, Þjálfarateymið

24
apr
2023

Aðalfundur Ljóssins 2023

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 10. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins

17
apr
2023

Ástin á álagstímum – Áhrif krabbameins á parsambandið

eftir Áslaugu Kristjánsdóttur, Sambands- og kynlífsráðgjafa Jafnvel bestu ástarsambönd heimsins verða fyrir áhrifum þegar annar makinn veikist af krabbameini. Sum sambönd styrkjast við það en önnur þola illa álagið. Þegar krabbamein kemur inn í samband breytast hlutverk og ábyrgð frá því sem áður var. Maki í krabbameinsmeðferð eða endurhæfingu hefur oftar en ekki minni orku til að sinna öllum sínum

Lesa meira

17
apr
2023

Bilun í Sögukerfi – Þjónustþegar Ljóssins kynni sér málið

Mjög margir þjónustuþegar hafa fengið skilaboð um tímabókun í dag klukkan 9:00 eða 12:00. Ef þið hafið fengið skilaboð þess efnis og kannist ekki við að eiga þennan tíma, vinsamlegast hafið samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770 til að staðfesta tímann.

14
apr
2023

Fagnaði 60 árum og færði Ljósinu styrk

Fyrr á árinu fagnaði Þórður Geirsson þjónustuþegi í Ljósinu 60 ára afmæli sínu með vinum og vandamönnum. Við það tilefni afþakkaði Doddi, eins og hann er betur þekktur hjá okkur í Ljósinu, allar gjafir en bað sitt fólk að gefa upphæð í endurhæfingarstarf Ljóssins. Í dag kom Doddi í heimsókn í Ljósið ásamt eiginkonu sinni Ernu Valdimarsdóttur, og afhentu þau

Lesa meira

13
apr
2023

Golfmót karla í golfhermi

Laugardaginn 22. apríl stendur Ljósið fyrir golfmóti fyrir stráka á öllum aldri. Mótið er opið öllum körlunum okkar í Ljósinu, sama hvaða færni eða reynslu þeir búa yfir í golfi. Mótið verður haldið á Nesvöllum hjá Golfklúbbi Seltjarnarness.  Mótið hefst klukkan 14:00 Skráningu fer fram rafrænt hér og lýkur þriðjudaginn 18. apríl. Mótið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

21
mar
2023

Þegar skelin hverfur – Áskoranir blöðruhálskrabbameins

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karlmanna á Íslandi. Yfirleitt eru þessi krabbamein hægvaxandi og þeim sem greinast gefst oftar en ekki tækifæri til að ræða næstu skref og mögulegar leiðir við lækni áður en þeir ákveða hvað gera skuli. Þeir geta líka leitað til þeirra sem hafa verið í sambærilegum sporum, til dæmis með því að hafa samband við

Lesa meira

16
mar
2023

Starfsfólk L’Occitane á Íslandi færði Ljósinu styrk

Það var mikil gleði í Ljósinu fyrr í vikunni þegar starfsfólk L’Occitane en Provence færði Ljósinu afrakstur styrktarverkefnis sem fram fór í upphafi árs. Alls söfnuðust 150.000 krónur við sölu á handáburði og fótakremi sem klædd höfðu verið í sérhannaðar ullarstúkur. Stúkurnar voru handprjónaðar af einstaklingum sótt hafa endurhæfingu í Ljósið og fulltrúum frá L’Occitane.  Það var Kristjana Björk Traustadóttir

Lesa meira