Solla

1
jún
2023

Árleg fölskylduganga Ljóssins fer fram fimmtudaginn 8. júní.

Þann 8. júní næstkomandi höldum við okkar árlegu fjölskyldugöngu. Við förum á nýjar slóðir í ár, en nú er gengið í kringum Hvaleyrarvatn. Við hittumst við vestara bílastæði klukkan 11:00. Gangan hefst með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur

Lesa meira

25
maí
2023

Fyrrum meðlimir Pólýfónkórsins færa Ljósinu styrk

Í morgun fengum við góða gesti þegar fulltrúar Pólýfónfélagsins og fyrrum kórsystkini í Pólýfónkórnum færðu Ljósinu styrk. Upphæðin safnaðist í kjölfar söfnunar sem Guðmundur Guðbrandsson efndi til meðal fyrrum kórmeðlima í tilefni 100 afmælis Ingólfs Guðbrandssonar. Ingólfur Guðbrandsson var, eins og margir vita, kórstjóri og driffjöður Pólýfónkórsins í áratugi. Hann hefði orðið 100 ára nú í mars og hafa því

Lesa meira

23
maí
2023

Klukkaðar kveðjur til þátttakenda

Í síðustu viku settum við í loftið nýja herferð með heitið Klukk, þú ert’ann. Líkt og margir vita er kjarninn í herferðinni myndaband og ljósmyndir sem sýna á tregafullan hátt þá átakanlegu staðreynd að einn af hverjum þremur mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Verkefnið er unnið í samstarfi við aragrúa góðra aðila sem leggja málefninu lið með margvíslegum hætti.

Lesa meira

18
maí
2023

Hátíðleg frumsýning herferðar

Við erum í skýjunum eftir hvort í senn notalega og hátíðlega stund þegar ný herferð var frumsýnd í húsnæði Ljóssins í gær. Frú Eliza Reid verndari verkefnisins ýtti herferðinni úr vör og tónlistarkonan Lay Low spilaði ljúfa tóna. Við þökkum öllum sem nutu þessarar stundar með okkur fyrir komuna.  

18
maí
2023

Klukk, þú ert’ann – Þátttaka fyrirtækja

Kæru vinir, Nú höfum við hrint af stað sérstöku átaksverkefni sem miðar að því að safna pening fyrir nýjum húsakynnum fyrir Ljósið. Verkefnið ber yfirskriftina Klukk, þú ert’ann og er kjarninn í verkefninu fallegt myndband sem minnir okkur á hversu tilviljanakennt það er hverjir munu greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Samhliða birtingu myndbandsins höfum við hrundið af stað svokölluðum klukk-keðjum

Lesa meira

17
maí
2023

Klukk, þú ert’ann!

Kæri vinur, Í dag hrintum við í Ljósinu úr vör herferð með yfirskriftinni Klukk, þú ert´ann. Þar föngum við athygli þjóðarinnar með auglýsingu sem minnir okkur á þá sláandi staðreynd að einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Markmið herferðarinnar er að safna fyrir nýju húsnæði, en húsakynni Ljóssins eru orðin alltof lítil. Eins og margir vita þá er Ljósið eina endurhæfingarmiðstöðin sem sérhæfir

Lesa meira

13
maí
2023

Frábær félagsskapur og hvetjandi leiðbeinendur

Anna Guðrún Auðunsdóttir er hress móðir, eiginkona og viðskiptafræðingur sem hefur undanfarið sótt saumanámskeið í Ljósinu sem hluta af sinni endurhæfingu. Á námskeiðinu hefur Anna ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en hún ákvað að klára teppi sem hún hófst handa við fyrir 27 árum síðan. Við spjölluðum aðeins við Önnu um handverkið, teppið, og hvernig námskeiðið

Lesa meira

12
maí
2023

Ný stjórn Ljóssins kjörin á aðalfundi 2023

Aðalfundur Ljóssins 2023  fór fram miðvikudaginn 10. maí síðastliðinn.  Fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf og stjórnarkjör, og urðu í kjölfarið lítilsháttar breytingar á stjórn. Mjöll Jónsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér aftur og þökkum við henni kærlega fyrir sitt framlag til endurhæfingarstarfsins. Nýr formaður er Brynjólfur Eyjólfsson, en meðstjórnendur eru Jón Eiríksson, Hákon Jónsson, Sara Lind Guðbergsdóttir og Ásta

Lesa meira

9
maí
2023

Fulltrúar Ljóssins mæta á Sjónaukann á Akureyri

Starfsfólk Ljóssins, þær Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðarfræðingur, Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi, og Elín Kristín Klar, sálfræðiráðgjafi, munu mæta fyrir hönd Ljóssins á Sjónaukann 2023. Um er að ræða árlega ráðstefnu heilbrigðisvísindadeilda Háskólans á Akureyri en viðburðurinn fer fram bæði á staðnum og rafrænt dagana 16. og 17. maí n.k. Áhersla ráðstefnunnar í ár er Horft til framtíðar: Fólk og

Lesa meira

5
maí
2023

Ljósið og Erna Magnúsdóttir hljóta Oddsviðurkenninguna

Í síðustu viku afhenti Krabbameinsfélaginu Framför í fyrsta skipti Oddsviðurkenning félagsins. Viðurkenningin verður veitt árlega til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem félagið telur hafa stutt dyggilega við karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra. Oddsviðurkenninguna 2023 fékk Ljósið og Erna Magnúsdóttir forstöðukona fyrir ómetanlegt starf í þágu endurhæfingar og stuðnings við fólk sem hefur greinst með

Lesa meira