heida

22
des
2021

Jólakveðja

Kæru vinir Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Ljósið er lokað á milli jóla og nýárs, við opnum aftur þann 5.janúar

Lesa meira

14
des
2021

Stjórnendafélag Suðurlands kom færandi hendi

Ljósið fékk góða heimsókn í dag, þar sem tveir fulltrúar frá Stjórnendafélagi Suðurlands á Selfossi komu færandi hendi með veglegan styrk í starf Ljóssins. Virkilega fallegt framtak, og þökkum við hjá Ljósinu innilega fyrir styrkinn og góða heimsókn.    

10
des
2021

Gjafakort í starf Ljóssins undir tréð?

Áttu eftir að kaupa jólagjöfina fyrir þann sem á allt og vantar ekkert? Langar þig að gefa gjöf til góðra verka? Ljósið býður ykkur uppá að kaupa gjöf sem sannarlega gefur áfram. Styrk í fjölskyldustarf Ljóssins eða í endurhæfingu unga fólksins okkar. Gjafabréfin má versla á vefsíðu Ljóssins hér, en þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja

Lesa meira

10
des
2021

Hó hó hó, mættu jólalegur í Ljósið

Kæru vinir, Í næstu viku, dagana 15. – 17.desember ætlum við að vera á jólalegu nótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla bæði starfsfólk og þá sem heimsækja Ljósið að koma jólaleg í hús. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er ýmislegt hægt að gera  einfalt en gott í þeim málum. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á

Lesa meira

8
des
2021

Starfsemi Ljóssins yfir hátíðar

Nú fer jólahátíðin að ganga í garð. Lokað verður í Ljósinu frá og með 23. desember og opnar aftur þann 5. janúar 2022. Starfsfólk Ljóssins hvetur ykkur öll til þess að vera dugleg yfir hátíðarnar, hugið að hreyfingu hvort heldur sem er utandyra eða innan. Einnig er tilvalið að passa upp á næringuna og þá einnig að næra hugann til

Lesa meira

2
des
2021

Lionsklúbbur Laugardals kom færandi hendi

Þeir Einar Hilmarsson og Gunnar Júlíusson hjá Lionsklúbb Laugardals komu færandi hendi í Ljósið á dögunum. Ljósinu var færður veglegur styrkur sem þeir ánafna meðal annars í gripstyrktarmæli, ásamt því  að bæta tækjakost í tækjasalnum. Við sendum hjartans þakkir fyrir góða heimsókn og styrkinn góða.    

23
nóv
2021

Hvernig ræðum við um krabbamein við okkar nánustu?

Við minnum á strákahittinginn á mánudaginn næsta, þann 29. nóvember kl. 11.00. Mark og Stefán íþróttafræðingar halda utan um æfinguna í tækjasal klukkan 11.00. Að æfingu lokinni verður snæddur hádegisverður þar sem Helga Jóna, iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur, stýrir umræðum og fræðslu. Hún fer yfir samskipti krabbameinsgreindra við fjölskyldur, börn og vini. Ert þú krabbameinsgreindur karlmaður á aldrinum 18-45 ára? Kíktu

Lesa meira

23
nóv
2021

Viltu kynnast andlegu heilsulausninni Proency betur?

Fimmtudaginn 2. desember næstkomandi kl. 12.00 verður haldin vinnustofa á Zoom þar sem Sigrún Þóra Sveinsdóttir kynnir veflausnina Proency. Proency er andleg heilsulausn með það að markmiði að gefa notendum tækifæri á að fylgjast reglulega með andlegri heilsu á sjónrænan hátt á sínu persónulega stjórnborði. Á vinnustofunni er farið yfir með einföldum hætti hvernig forritið nýtist best, og kynnt fyrir

Lesa meira

22
nóv
2021

Truflanir á vefþjóni Ljóssins í dag

Kæru vinir, Það eru truflanir á vefþjóni Ljóssins sem stendur. Það er þó verið að vinna hörðum höndum að því að koma honum í lag. Tölvupóstur er því miður ekki að berast, ef þið þurfið nauðsynlega að ná í okkur þá bendum við á móttöku Ljóssins í síma: 561-3770 Kær kveðja Starfsfólk Ljóssins

11
nóv
2021

Námskeið í kransagerð

Skemmtilegt og skapandi námskeið í kransagerð fer fram í Ljósinu 24. nóvember næstkomandi. Unnið verður með bæði hurðarkansa sem og aðventukransa. Við gefum sköpunargáfunni lausan tauminn, ýmis efniviður verður á staðnum, má þar nefna t.d. flauel, greni og köngla ásamt fleiru. Nú er um að gera að koma sér í smá jólagír og eiga notalega stund í kransagerðinni og jólaundirbúningnum.

Lesa meira