Rokkum gegn krabbameini – tónleikar á Húsavík til styrktar Ljósinu

Tónasmiðjan á Húsavík stóð fyrir glæsilegum rokktónleikum í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 29.maí. Mikil tónlistarveisla þar sem öllu var til tjaldað, flytjendur á tónleikunum voru á öllum aldri og tókst einstaklega vel til. Heiðursgestur var hinn landsþekkti Kristján Gíslason sem tók lagið fyrir Húsvíkinga.

Ágóði tónleikanna rann til Krabbameinsfélag Þingeyinga og Ljóssins. Við hjá Ljósinu erum afskaplega þakklát fyrir þetta fallega framtak.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.