Kæru vinir, Í kjölfar breyttra sóttvarnarreglna, hefur aðgengi að húsum Ljóssins verið takmarkað og því er aðeins opið fyrir þá sem eiga pantaða tíma. Einnig höfum við fært ýmis námskeið á Zoom eða frestað þeim fram í febrúar. Breytingar hafa orðið á eftirfarandi námskeiðum: Grunnfræðsla fyrir konur hefur verið flutt á Zoom. Salurinn er opinn fyrir þá sem ekki
Nú er vorönninn í Ljósinu komin af stað með ýmislegt spennandi og nýtilegt í boði fyrir okkar fólk. Landsbyggðardeildin verður með fjarþjálfun á Zoom tvisvar í viku, fyrir þjónustuþega Ljóssins á landsbyggðinni. Markmið námskeiðsins er auka aðgengi að þjálfarateymi okkar og bjóða upp á æfingar heima í stofu. Æfingarnar eru aðlagaðar að getu hvers og eins og krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðar,
Óskað er eftir konum á aldrinum 30-67 ára til að taka þátt í ofangreindri rannsókn. Vonast er eftir a.m.k. 20-50 þátttakendum sem hafa lokið brjóstakrabbameinsmeðferð á síðastliðnum þremur árum. Þátttaka í rannsókninni felur í sér að svara spurningalista rafrænt. Engin áhætta er talin fólgin í þátttöku í þessari rannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka notkun á og gagnsemi sjúkraþjálfunar meðal
Kæru vinir Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Ljósið er lokað á milli jóla og nýárs, við opnum aftur þann 5.janúar
Ljósið fékk góða heimsókn í dag, þar sem tveir fulltrúar frá Stjórnendafélagi Suðurlands á Selfossi komu færandi hendi með veglegan styrk í starf Ljóssins. Virkilega fallegt framtak, og þökkum við hjá Ljósinu innilega fyrir styrkinn og góða heimsókn.
Áttu eftir að kaupa jólagjöfina fyrir þann sem á allt og vantar ekkert? Langar þig að gefa gjöf til góðra verka? Ljósið býður ykkur uppá að kaupa gjöf sem sannarlega gefur áfram. Styrk í fjölskyldustarf Ljóssins eða í endurhæfingu unga fólksins okkar. Gjafabréfin má versla á vefsíðu Ljóssins hér, en þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja
Kæru vinir, Í næstu viku, dagana 15. – 17.desember ætlum við að vera á jólalegu nótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla bæði starfsfólk og þá sem heimsækja Ljósið að koma jólaleg í hús. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er ýmislegt hægt að gera einfalt en gott í þeim málum. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð. Lokað verður í Ljósinu frá og með 23. desember og opnar aftur þann 5. janúar 2022. Starfsfólk Ljóssins hvetur ykkur öll til þess að vera dugleg yfir hátíðarnar, hugið að hreyfingu hvort heldur sem er utandyra eða innan. Einnig er tilvalið að passa upp á næringuna og þá einnig að næra hugann til
Þeir Einar Hilmarsson og Gunnar Júlíusson hjá Lionsklúbb Laugardals komu færandi hendi í Ljósið á dögunum. Ljósinu var færður veglegur styrkur sem þeir ánafna meðal annars í gripstyrktarmæli, ásamt því að bæta tækjakost í tækjasalnum. Við sendum hjartans þakkir fyrir góða heimsókn og styrkinn góða.
Við minnum á strákahittinginn á mánudaginn næsta, þann 29. nóvember kl. 11.00. Mark og Stefán íþróttafræðingar halda utan um æfinguna í tækjasal klukkan 11.00. Að æfingu lokinni verður snæddur hádegisverður þar sem Helga Jóna, iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur, stýrir umræðum og fræðslu. Hún fer yfir samskipti krabbameinsgreindra við fjölskyldur, börn og vini. Ert þú krabbameinsgreindur karlmaður á aldrinum 18-45 ára? Kíktu