Erla Sigurðardóttir

15
okt
2010

Bleik Bjartsýni

  Bleik bjartsýni er bútasaumsteppi sem yfir 40 bútasaumskonur saumuðu eða komu að, með einum eða öðrum hætti og gáfu Ljósinu, það voru margar hendur sem komu að teppinu, Jóhanna Viborg sá um að quiltera teppið og Rakel Björt Jónsdóttir sá um ljósmyndun, og allar gáfu þær vinnu sína.  Bútasaumskonurnar gáfu einnig Ljósinu 1.prentun af korti með mynd af teppinu sem er til

Lesa meira

12
okt
2010

Viltu læra að binda slæðurnar þínar

    Aníta Berglind Einarsdóttir verður með námskeið í Ljósinu fimmtudaginn 16 des kl. 13:00-14:00 Aníta Berglind leiðbeinir þér með að binda slæður og buff á flottan hátt. Erum með efni á staðnum, einnig hægt að koma með sína eigin slæðu. Allar sem þurfa á þessari þjónustu að halda velkomnar.  Ókeypis þjónusta    

5
okt
2010

Ungliðahópur 18-29 ára

Ungliðar athugið! Það á að hittast á miðvikudag 6.okt í stað fimmtudags. Stefnan er tekin á Keiluhöllina kl:20.00

27
sep
2010

Karlmenn og krabbamein

  Karlmenn og krabbamein fræðslufundir með fyrirlesurum  Vinsælir fræðslufundir sem miða að auknum skilningi og þekkingu á breytingarferli sem verður í lífi karlmanna sem greinast með krabbamein. Umsjón: Matti Ósvald heilsufræðingur, Gestafyrirlesarar eru Helgi Sigurðsson krabbameinssérfr., Snorri og Högni geðlæknar, Stebbi og Haukur sjúkraþjálfarar, Ingvar kokkur og fl. Hefst mánudaginn 27 sept. 17:30-19:00, 10 skipti.    NÝTT Spjall og umræðufundir

Lesa meira

8
sep
2010

Ný vetrardagskrá

Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hér í Ljósinu. Það hafa verið gerðar smá breytingar á dagskránni til að efla endurhæfinguna og hagræða enn betur. Ath!  Verið er að vinna að því að efla hlut karlmanna í endurhæfingunni til muna, og munu koma fleiri tilboð fyrir þá er líður á veturinn.  Sjá sér dagskrá fyrir karlmenn. Smelltu  hér til

Lesa meira

30
ágú
2010

Innilegt þakklæti til ykkar allra

  Við í Ljósinu erum hrærð og þakklát öllum þeim sem hafa stutt átakið, allir þeir sem lögðu fram vinnu í sjálfboðastarfi, innilegar þakkir og allir þeir sem studdu okkur með gjöfum og velvild þið eruð yndisleg… enn á ný sannast sameiningarkraftur Íslendinga. kveðja frá öllum Ljósberum.

20
ágú
2010

Klapplið Ljóssins

  Hittumst fyrir neðan gamla JL húsið kl: 9.00 endileg komið,klappið og hvetjið ! Heitt kakó/kaffi og brauð fyrir duglega klappara                    

20
ágú
2010

Ljósadagur í Smáralind

Það var yndislegur dagur í Smáralind í gær á konukvöldi sem haldið var að tilstuðlan "á allra vörum".  Þar sýndu ljósberar brot af endurhæfingunni sem er í boði í Ljósinu auk þess var flotti varaglossinn seldur. Þá komu fram frábærir sögnvarar og skemmtu gestum. Aðsóknarmet var slegið í fjölda, en um 4.700 konur lögðu leið sína í Smáralindina. Við þökkum öllum innilega fyrir skemmtilegt

Lesa meira

9
ágú
2010

Ljósið opið

  Höfum opnað aftur eftir stutt sumarfrí. Tækjaþjálfun byrjar í dag og verður á mán, mið, og föstd kl 13:00 eins og áður.  Hægt að panta tíma hjá Hauki sjúkraþjálfara á föstudögum í mælingar og þolpróf Jóga byrjar þriðjudaginn í næstu viku eða 17 ágúst. Átakið „Á allra vörum" hefst formlega á föstudaginn nk eða 13 ágúst.  Þá mun Dorrit forsetafrú mæta

Lesa meira

21
jún
2010

Ljósið í sumar

Ljósið mun halda úti dagskrá í mest allt sumar ( sjá nýja sumardagskrá). Það er hægt að koma í viðtöl, gönguhópa, handverk, slökun, hádegismat og kaffispjall. Ljósið verður þó lokað frá og með 26. júlí til 6. ágúst. Opnum aftur mánudaginn 9. ágúst kl: 8.30. Hægt verður að hafa samband í síma 5613770 Vonum að þið eigið notalegt sumar.