Höfum opnað aftur eftir stutt sumarfrí.

Tækjaþjálfun byrjar í dag og verður á mán, mið, og föstd kl 13:00 eins og áður.  Hægt að panta tíma hjá Hauki sjúkraþjálfara á föstudögum í mælingar og þolpróf

Jóga byrjar þriðjudaginn í næstu viku eða 17 ágúst.

Átakið Á allra vörum" hefst formlega á föstudaginn nk eða 13 ágúst. 

Þá mun Dorrit forsetafrú mæta í Ljósið kl. 11:00 til að taka á móti fyrsta varaglossinu.
Opnunarhátið átaksins Á allra vörum verður svo í Smáralind á laugardaginn, 14 ágúst , þar verður mikið um að vera, tónlistaratriði og margt fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.