Við hvetjum alla þá sem hlaupa fyrir Ljósið og eiga eftir að sækja sér boli að koma við á básnum okkar á Fit and Run sýningunni í Laugardalshöllinni. Ljósið verður þar með bás, sjá staðsetningu hér og við hlökkum til að sjá ykkur, endilega kíkið við. Sýningin verður opin frá kl. 15-20 fimmtudaginn 17. ágúst og frá kl. 14-19 föstudaginn
Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið frá kl: 9:00 og þar til síðasti hlauparinn okkar fer framhjá. Gaman væri ef klappliðið
Á miðvikudaginn kemur, þann 7. júní kl. 14 verður farið í veiðiferð í Vífilstaðavatn í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 13:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið um kl. 14. Skráning er hafin í Ljósinu og Ljósberar eru hvattir til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja
Undanfarin vor hefur Ljósið staðið fyrir flottum fræðsufyrirlestrum og hafa þeir verið afar vel sóttir. Þetta árið er engin undanteknin og nú höfum við fengið til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem verða með spennandi og fræðandi fyrirlestra. Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43. Dagskráin hefst kl. 17 og stendur til kl.20 og er sem hér segir.
Að fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám eftir krabbameinsmeðferð getur verið hægara sagt en gert. Ljósið fer nú af stað með annað námskeið á þessari vorönn sem ber yfirskriftina ,,Aftur af stað til vinnu eða náms“. Námskeiðið hefur reynst afar vel og komið er inn á fjölmarga þætti sem gott er að hafa í huga áður en lagt
Miðvikudaginn 26. apríl n.k byrjar annað námskeið fyrir aðstandendur 20 ára og eldri í Ljósinu á þessari vorönn. Á námskeiðinu er skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinst hefur með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 26. apríl kl. 16:30 í húsnæði
Þriðjudaginn 4. apríl næst komandi verður haldið skemmti- og styrktakvöld í Stúdentakjallaranum til styrktar Ljósinu og hefst kl. 20. Fimm nemendur í tómstunda og félagsmálafræði standa fyrir viðburðinum og hafa fengið til liðs við sig fjöldann allan af flottu listafólki. Meðal annars má nefna Milky whale, Herra Hnetusmjör, Ara Eldjárn, Öldu Dís og fleiri. Enginn aðgangseyrir en styrktarbaukar og posar
Hlaupa- og skokkhópur Ljóssins fer aftur af stað fimmtudaginn 27. apríl nk. Hópurinn er ætlaður öllum áhugasömum, hvort sem það eru krabbameinsgreindir, aðstandendur, starfsfólk Ljóssins eða aðrir sem vilja koma sér af stað í skemmtilega útiveru og hreyfingu. Æfingar verða á fimmtudögum á milli kl. 15:30-16:30 og henta öllum; byrjendum sem lengra komnum, skemmtiskokkurum jafnt sem maraþonhlaupurum. Stefnt er á
Það snertir alla fjölskylduna þegar náinn ástvinur greinist með krabbamein. Ljósið fer nú aftur af stað með námskeið fyrir ungmenni 14-17 ára sem eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein. Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 28. mars kl. 19:30. Síðast mættu 24 ungmenni og voru afskaplega ánægð. Námskeiðshaldarar eru orðin þjóðþekkt fyrir frábær námskeið sjá og nánari dagskrá má sjá með
Í dag, miðvikudaginn 22. mars er ofurdagur Orkunnar. Það þýðir að það renna 2 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum til Ljóssins, óháð greiðslumáta hjá Orkunni og Skeljungi. Til viðbótar fá viðskiptavinir einnig 14. kr. afslátt þegar greitt er með kortum eða lyklum. Já, þú last rétt. Tvöföld hamingja. Þú getur einnig styrkt Ljósið allt árið ef þú ert með lykil