Gefðu lífinu ljós – skemmtikvöld til styrktar Ljósinu

Þriðjudaginn 4. apríl næst komandi verður haldið skemmti- og styrktakvöld í Stúdentakjallaranum til styrktar Ljósinu og hefst kl. 20.

Fimm nemendur í tómstunda og félagsmálafræði standa fyrir viðburðinum og hafa fengið til liðs við sig fjöldann allan af flottu listafólki. Meðal annars má nefna Milky whale, Herra Hnetusmjör, Ara Eldjárn, Öldu Dís og fleiri.

 

Enginn aðgangseyrir en styrktarbaukar og posar á staðnum fyrir frjáls framlög.

Hvetjum alla til að mæta og styrkja okkar frábæra starf hér í Ljósinu og skemmta sér konunglega um leið.

Hægt er að fylgjast nánar með viðburðinum á Facebook.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.