Skokkhópur Ljóssins í startholunum

Hlaupa- og skokkhópur Ljóssins fer aftur af stað fimmtudaginn 27. apríl nk.
Hópurinn er ætlaður öllum áhugasömum, hvort sem það eru krabbameinsgreindir, aðstandendur, starfsfólk Ljóssins eða aðrir sem vilja koma sér af stað í skemmtilega útiveru og hreyfingu.
Æfingar verða á fimmtudögum á milli kl. 15:30-16:30 og henta öllum; byrjendum sem lengra komnum, skemmtiskokkurum jafnt sem maraþonhlaupurum. Stefnt er á vikulegar æfingar og aðaláhersla verður lögð á styrktaræfingar og stutta spretti en einnig verður hægt að fá leiðbeiningar um aðrar hlaupaæfingar.
Æfingarnar fara fram utandyra, í hinu dásamlega umhverfi Laugardalsins, þannig að góður hlífðarfatnaður og góðir skór eru nauðsyn.
Þjálfari hópsins er Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og næringarfræðingur og margreyndur maraþonhlaupari.

Við hvetjum þá sem vilja vera með eða langar að prófa til að mæta í Ljósið taka þátt.

Að sjálfsögðu hvetjum við svo alla til að hlaupa til styrktar Ljósinu í Reykjavíkurmaraþoni og hér er skráningahlekkurinn Reykjavíkurmaraþon og hér á Hlaupastyrk. 

Skráning í hópinn fer fram í síma 561-3770 eða á ljosid@ljosid.is.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.