Við verðum í Laugardalshöllinni á Fit and run sýningunni.

Við hvetjum alla þá sem hlaupa fyrir Ljósið og eiga eftir að sækja sér boli að koma við á básnum okkar á Fit and Run sýningunni í Laugardalshöllinni. Ljósið verður þar með bás, sjá staðsetningu hér og við hlökkum til að sjá ykkur, endilega kíkið við.

Sýningin verður opin frá kl. 15-20 fimmtudaginn 17. ágúst og frá kl. 14-19 föstudaginn 18. ágúst.

Laugardaginn 19. ágúst verða um 200 manns að hlaupa fyrir okkur í Ljósinu í Reykjavíkurmaraþoni. Klapplið Ljóssins verður svo staðsett við JL húsið og hvetur sína hlaupara með öllum tiltækum ráðum. Þú ert velkomin í klappliðið, við verðum mætt eldsnemma á laugardagsmorgun með heitt á könnunni.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.