Ofurdagur í dag 22. mars.

Í dag, miðvikudaginn 22. mars er ofurdagur Orkunnar. Það þýðir að það renna 2 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum til Ljóssins, óháð greiðslumáta hjá Orkunni og Skeljungi.  Til viðbótar fá viðskiptavinir einnig 14. kr. afslátt þegar greitt er með kortum eða lyklum. Já, þú last rétt. Tvöföld hamingja.

Þú getur einnig styrkt Ljósið allt árið ef þú ert með lykil frá Orkunni. Þú getur nálgast kortið hjá okkur hér í Ljósinu og með því að smella hér geturðu séð kjörin sem þú færð ef þú ert með Orkulykilinn og tengir hann Ljósinu.

Við hvetjum alla þá sem er umhugað um Ljósið að fylla á tankinn í dag hjá Orkunni eða Skeljungi, sama hversu lítið vantar því margt smátt gerir eitt stórt.

ATH. Afslátturinn bætist ekki við aðra afslætti og gildir ekki á X-stöðvum Orkunnar.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.