Námskeið fyrir aðstandendur 17-20 ára

Mánudaginn 23. apríl fer af stað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða 5 skipti frá kl. 19:30 – 21:30 fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára. Á námskeiðinu sem byggt er upp á skemmtilegu hópastarfi og fræðslu mun verða leitast við að efla sjálfstraust þátttakenda, læra að takast á við erfiðleika, minnka streitu og slaka á og síðast en ekki síst, hlægja og hafa gaman.

Umsjón með námskeiðinu hefur Kristín Berta Guðnadóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, yogakennari og intentional creativity kennari og meðleiðbeinandi er Ögmundur Þorgrímsson félagsráðgjafanemi. Jafnframt má gera ráð fyrir að fá gestakennarar í heimsókn.

Síðast námskeið fékk afar góða dóma hjá þátttakendum sem töldu sig hafa lært helling og eins kom það þeim á óvart hversu skemmtilegt þeim fannst á námskeiðinu.

Skráning er hafin í síma 561-3770 eða með því að senda tölvupóst hér.

Námskeiðið er þáttakendum að kostnaðarlausu.

Lágmarksþátttaka er 8 einstaklingar.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.