Námskeið fyrir 14-16 ára aðstandendur krabbameinsgreindra

Mánudaginn 19. febrúar hefst námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Á þessum aldri eiga sér of miklar breytingar stað og því nauðsynlegt að geta boðið upp á stuðningsnámskeið fyrir þennan aldurshóp þegar lífið bankar uppá með krabbamein hjá nánum aðstandanda. Námskeiðið sem verður í fimm hlutum er mótað með það fyrir augum að vera uppbyggjandi, styðjandi og skemmtilegt.  Sjá nánar hér.

Umsjón með námskeiðinu hefur Kristín Berta Guðnadóttir félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðafræðingur, en auka hennar koma gestakennararnir Bjarni Snæbjörnsson leikari og leikstjóri og Björk Guðmundsdóttir spunaleikkona inn á námskeiðið.

Skráning stendur yfir í síma 561-3770 og einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst hér.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.