Aðstandendanámskeið fyrir börn 6-13 ára

Hið sívinsæla barnanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 15. febrúar n.k. Námskeiðið er í tíu skipti, einu sinni í viku,  á virkum fimmtudögum á milli klukkan 16:30 – 18.  Umsjón með námskeiðinu hafa Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur.  Á námskeiðinu er hópnum aldurskipt og ákveðin atriði tekin fyrir í hverjum tíma, en nánar má lesa um námskeiðið hér.

Þessi námskeið hafa notið gríðarlegrar vinsældar og börnin sækja mikin styrk og lærdóm á námskeiðinu. Við höfum heyrt sögur af börnum sem spyrja á hverjum morgni; ,,fer ég í Ljósið í dag“ í nokkrar vikur á meðan á námskeiðinu stendur.  Við gætum ekki óskað okkur betri meðmæla.

Skráning er hafin í síma 561-3770 eða með því að senda okkur tölvupóst.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.