Ekki láta þig vanta í Esjugönguna 27. júní

Við minnum á Esjugönguna miðvikudaginn 27. júní þar sem allir eru velkomnir. Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 og þeir sem ætla lengst byrja fyrstir og svo fara hinir af stað, allir á sínum hraða. Þeir sem ætla ekki að ganga geta tyllt sér í Esjustofu og spjallað saman og notið útsýnisins. Í Esjustofu verður tilboð á veitingum fyrir göngugarpa og gesti á milli kl. 10 – 16; Heit kjötsúpa með brauði á 1500 kr. og kaka og kaffi af brúsa á 1000 kr.  Spáin er fín, létt gola og þurrt enda biðjum við nú ekki um meira þessa dagana.

Við mælum með að klæða sig eftir veðri og gott getur verið að taka með sér vatnssopa og göngustafi.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.