Fréttir

28
maí
2015

Slökunarnámskeið í Ljósinu

miðvikudagana 3. júní og 10. júní 2015 kl. 10:30 -12:00.  Skráning í síma 5613770 umsjón: Lilja Jónasdóttir   Fyrri tími: Kennd verður róandi öndun og einföld slökunartækni Síðari tími: Kennd verður sjónsköpun. Í lok hvors tíma er hópslökun sem byggir á aðferðum dáleiðslu. Markmiðið er að þátttakendur læri aðferðir (róandi öndun og slökun) til að hafa áhrif á líðan sína.

Lesa meira

21
maí
2015

Ljósið stækkar

 Þann 8. maí sl. var stór dagur í starfsemi Ljóssins, þegar skrifað var undir samning um nýja viðbyggingu sem verður ca. 100 fm. Nýja byggingin mun bæta alla aðstöðu mikið og verður m.a sett upp lyfta, fleiri viðtalsherbergi og sjúkraþjálfun. Það hefur skapast mikil sérþekking á endurhæfingu krabbameinsgreindra sl. 10 ár hér í Ljósinu. Við þökkum vinum okkar í Oddfellowreglunni

Lesa meira

30
apr
2015

Fyrirlestakvöld í Ljósinu

                                      Stuðningur skiptir máli þegar krabbamein er annars vegar Fyrirlestrakvöld fyrir alla fjölskylduna mánudagana 11 og 18 maí kl. 17:30 – 19:30   11. maí * Endurhæfing og stuðningur hvað hentar þér? – Erna Magnúsdóttir yfiriðjuþjálfi * Að vera maki – Einar Kárason rithöfundur * Að lifa lífinu lifandi – Guðrún Anna Jónsdóttir sálfræðingur  

Lesa meira

16
apr
2015

Nýtt námskeið með Geggu

Nýtt spennandi námskeið með Geggu. Hefst mánudaginn 27 apríl – 4 skipti Kl: 10:00-12:00 Verð 3.000 Á námskeiðinu mun Gegga leggja áherslu á: Hvernig hægt er að skapa sér meiri hamingju og vellíðan, sama hvað á gengur. Aðferðir til að draga úr kvíða og streitu eins og  hugleiðslur og aðferð Byron Katie;The Work.   Þjálfun í eigin ágæti og sjálfsást.  Byron Katie

Lesa meira

16
apr
2015

Styrking vonar

   

16
apr
2015

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Ljóssins 2015 

31
mar
2015

Gleðilega páska

23
mar
2015

Solla á Gló

Solla í GLÓ ætlar að vera með okkur í Ljósinu miðvikudaginn 25.mars frá  kl 10:00 – 12:00.  Hún ætlar að gera eitthvað skemmtilegt með okkur í tilefni páskanna Allir velkomnir  

19
mar
2015

Útivist með Ljósinu

Miðvikudaginn 10.júní ætlum við að að hittast við Hafravatnsrétt og ganga hring um Hafrahlíð. 7km og ca.200m aflíðandi hækkun. Einning er hægt að ganga styttra, á jafnsléttu með Hafrahlíð og Hafravatni.  Ef þið eigið göngustafi takið þá með. Komið endilega með nesti ef vel viðrar. Lagt verður af stað frá Ljósinu 12:30 eða hittst á bílastæðinu við Hafravatnsrétt kl. 13.00

Lesa meira

12
mar
2015

Ungmenni í Ljósinu

Þetta námskeið er samstarfsverkefni Ljóssins og Foreldrahúss og er í boði fyrir unglinga sem eru aðstandendur þeirra sem hafa greinst með krabbamein. Unglingarnir fá tækifæri að skoða  sjálfan sig, sitt nánasta umhverfi og þær aðstæður sem þeir eru í útfrá samskiptum,tilfinningum og hegðunum. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstraust og sjálfsmynd í gegnum upplifun, sköpun og tjáningu í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er
Lesa meira